Beint í efni

Þjónusta félagsins

Hvaða þjónustu veitir skrifstofa FHSS?

Fyrir utan þá styrki og stuðning sem tengjast aðild FHSS að heildarsamtökum BHM er margvísleg þjónusta sem félagsfólk getur sótt beint hjá skrifstofu félagsins.

Á skrifstofunni starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af öllu sem tengist kjaramálum og verkefnum stéttarfélaga.

Túlkun kjarasamninga

Sérfræðingar á skrifstofunni aðstoða félagsfólk við eftirfylgni og túlkun kjarasamninga og geta svarað spurningum varðandi kjara- og réttindamál.

Sem dæmi um algengar spurningar tengt kjarasamningum má nefna

  • Er ég að fá greitt samkvæmt réttum launataxta?
  • Hversu marga orlofs- eða veikindadaga á ég?
  • Hvernig er með veikindi á meðan ég er í orlofi?

Hagsmunagæsla

Skrifstofan aðstoðar við lausn ágreiningsmála sem varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga. Þar með talið er aðstoð við útreikninga á launum og innheimtu ef þörf krefur.

Ef þess er óskað getur skrifstofa FHSS verið talsmaður einstakra félagsmanna gagnvart vinnuveitanda og veitt lögfræðilega ráðgjöf í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags.

Stuðningur við starfslok

Við uppsögn getur skrifstofan veitt ráðgjöf varðandi atriði sem snúa að framkvæmd uppsagnarinnar og uppgjöri vegna starfsloka, til dæmis varðandi áunnið orlof og innheimtu útistandandi launa.

Skrifstofa FHSS getur líka veitt félagsfólki fræðslu varðandi starfsleit og leiðbeint við skráningu atvinnuleysis.

Ráðningarsamningar og launaviðtöl

Sérfræðingar á skrifstofu veita ráðgjöf við gerð ráðningarsamninga og túlkun á þeim.

Skrifstofan veitir einnig fræðslu og stuðning varðandi undirbúning launaviðtala, enda skiptir miklu máli að félagsfólk mæti sem best undirbúið í launaviðtöl og geti vísað í gögn og samningstexta eftir því sem við á.

Önnur þjónusta og stuðningur

Upplýsingar um margvíslega aðra þjónustu sem FHSS veitir má finna hér á vefnum, til dæmis upplýsingar um:

  • Styrki og sjóði BHM sem félagsfólk getur sótt í
  • Fjölbreytt fræðsluefni tengt starfi félagsins
  • Kjarasamninga og fylgigögn þeirra

Næstu skref

Ef þú vilt leita til skrifstofunnar varðandi ráðgjöf eða spurningar bendum við á eftirfarandi leiðir:

Þú getur sent inn fyrirspurn, til dæmis varðandi spurningar um kjaramál eða starfsemi félagsins.

Þú getur líka stofnað formlega þjónustubeiðni sem fer sjálfkrafa inn í málaskrár kerfi okkar, til dæmis vegna umfangsmikilla eða viðkvæmra erinda.

Loks má bóka símtal við sérfræðing, ef þú heldur að það eigi betur við.

Þjónustuskrifstofa FHSS er til húsa í Borgartúni 6 (sama húsi og BHM). Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5140.

Ef þú vilt sækja um aðild að FHSS er hægt að senda inn aðildarumsókn hér á vefnum.

Fyrir félagsmenn sem hafa áhuga á að taka virkari þátt í starfsemi FHSS bendum við á upplýsingar um félagið, þar er meðal annars að finna upplýsingar um aðalfundi félagsins og stjórnarmeðlimi sem geta leiðbeint um hvernig má gefa kost á sér í ábyrgðarstöður félagsins.