Sækja um aðild
Félagsaðild er heimil þeim launtökum sem lokið hafa háskólaprófi frá viðurkenndum háskóla eða gegna sérfræðistarfi innan stjórnsýslunnar sem krefst þekkingar sem alla jafna er numin á háskólastigi.
Að gefnu samþykki aðildarumsóknar telst sá félagi sem greiðir félagsgjald fullgildur félagi og hefur kjörgengi til embætta og atkvæðisrétt við afgreiðslu mála innan félagsins. Sé aðildarumsókn samþykkt öðlast hún gildi þegar félagsgjöld hafa verið greidd.
Háskólanemum sem stunda nám frá viðurkenndum háskóla og greiða félagsgjald af launum á námstíma er heimil full aðild að félaginu og sjóðum tengdum því, að undanskildu kjörgengi til stjórnar og annarra trúnaðarstarfa. Hver háskólanemi á rétt á aðild að félaginu í samtals fimm ár.
Til þess að sækja um aðild þá fyllir þú formið hér að neðan út og óskar svo eftir því við vinnuveitanda þinn að greitt sé fyrir þig í félagið.