Tilgreind séreign - farið yfir breytingar LSR
Fyrirlestur á vegum LSR
Frá 1. júlí 2023 hafa sjóðfélagar LSR getað valið að láta allt að 3,5% af skyldubundnu lífeyrisiðgjaldi sínu renna í tilgreinda séreign. Þetta er nýr valkostur í lífeyrissparnaði en misjafnt er hvort tilgreind séreign henti fólki, og því mikilvægt að hver meti það fyrir sig.
Anna Björg, sviðsstjóri á lífeyrissviði LSR ætlar að fara yfir breytingarnar og hvað fólk þarf að hafa í huga þegar það skoðar hvað kemur best út.
Fyrirlesturinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur í viku í kjölfarið á Mínum síðum BHM.