Nýr stofnanasamningur Stjórnarráðsins og FHSS undirritaður
Ágæti félagi
Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hefur nú skrifað undir stofnanasamning við Stjórnarráðið. Mun þessi samningur koma í stað eldri stofnanasamnings aðila, frá árinu 2016.
Samningurinn felur í sér umtalsverða hækkun lágmarkslauna, fjölgun starfaflokka og aukningu launatengdra úrræða.
Væntingar aðila standa til þess að stofnanasamningurinn leiði til aukins skýrleika og gagnsæis við launasetningu einstaklinga og mæti þannig markmiðum Stjórnarráðsins sem vill leggja sig fram um að vera eftirsóknarverður vinnustaður og samkeppnishæfur við aðra laungreiðendur þegar kemur að kjörum starfsfólks.
Þá standa væntingar til þess að samningurinn auki gagnsæi við launasetningu og ákvörðun launa og jafni aðgengi alls starfsfólks Stjórnarráðsins að úrræðum til launasetningar.
Þann 1. janúar 2026 mun samstarfsnefnd aðila meta árangur einstaka ráðuneyta við endurröðun starfsfólks og mat á persónubundnum þáttum og um leið hefja endurskoðun stofnanasamningsins.
Nýr samningur: sjá meðfylgjandi hlekk hér að neðan.
Virðingarfyllst,
Stjórn FHSS.