Beint í efni

Ný námskeið og innblástur fyrir haustið í fyrirtækjaskóla Akademias

Ný námskeið og innblástur fyrir haustið í fyrirtækjaskóla Akademias

Enn bætast við námskeið í Fyrirtækjaskóla Akademias og hvetjum við þig til að skrá þig og skoða úrvalið. Bæði er að finna fjölda námskeiða fyrir þá sem vilja þróa sína persónulegu hæfileika, setja sér persónuleg markmið og efla heilsuna en einnig fjöldi námskeiða sem snúa að t.d. verkefnastjórnun, tímastjórnun, fundastjórnun, markmiðasetningu, teymisvinnu og fleiru.

Endilega skoðaðu það sem í boði er.

Við minnum einnig á afsláttinn sem stendur félagsfólki til boða. Ef þú vilt taka námskeið sem ekki er í fyrirtækjaskólanum þá færðu 15% afslátt með kóðanum BHM15.

Innan tíðar verður svo send út fræðsludagskrá fyrir haustið – þar sem boðið verður upp á áhugaverð námskeið og fyrirlestra bæði rafrænt og í sölum BHM í Borgartúni 6.

Viltu vita meira?

Öll námskeiðin eru rafræn - þú tekur þau þegar þér hentar

Tímastjórnun og skipulag funda
Námskeið um hvernig hægt er að skipuleggja sig betur og hafa fundi skilvirkari.
Kennari: Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias.

Markmiðasetning
Hvort sem þú vilt setja þér markmið í vinnu eða einkalífi þá er þetta námskeið góð byrjun.
Kennarar: Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, markaðsfræðingur.

Heildræn heilsa – líkamleg og andleg
Kennarar: Tolli, listamaður, Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, og Indíana Nanna, þjálfari og stofnandi GoMove.

Önnur ný námskeið eru t.d.: Lestur launaseðla, Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólk, Mátturinn í næringunni o.fl.