Beint í efni
Steinar Örn Steinarsson, formaður FHSS, Björn Berg Gunnarsson, lífeyrisráðgjafi, Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður SL og Anna Margrét Steingrímsdóttir, leiðtogi stafrænnar þjónustu, félags- og markaðsmála hjá félögunum tveimur.

Lífeyrismál og starfslok með Birni Berg

Stéttarfélag Lögfræðinga og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins gerðu nýlega samning við Björn Berg Gunnarsson lífeyrisráðgjafa um ráðgjöf til félagsfólks.

Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu á fjármálamarkaði þar sem hann stýrði meðal annars greiningardeild og fræðslumálum Íslandsbanka. Hann hefur haldið yfir 300 fyrirlestra um lífeyrismál og er höfundur bókarinnar Peningar.

Félögin munu bjóða upp á rafrænt fyrirlesturinn Lífeyrismál og starfslok fyrir 55 ára og eldri miðvikudaginn 12. Mars milli 17:00 og 20:00.

Nauðsynlegt er að skrá sig hérna fyrir neðan.

Um er að ræða fyrsta þáttinn í fjölþættu samstarfi við Björn Berg sem mun vera félögunum innan handar með lífeyrisráðgjöf á næstu misserum. Félögin stefna að öðrum fyrirlestri fyrir lok mars sem ber yfirskriftina ,,Lífeyrismál á öllum aldri" þar sem áherslan er lögð á m.a. uppbyggingu lífeyris, val á lífeyrissjóðum, viðbótarlífeyrir og önnur séreign og fjárhagslegt öryggi maka og fjölskyldu. Sá fyrirlestur verður opinn öllu félagsfólki og nánari tímasetning og skráning verður auglýst síðar.

„Að fá Björn til liðs við okkur er mikil hagsbót fyrir félagsfólk félaganna tveggja. Hvernig aðilar kjósa að haga sínum lífeyristöku málum skiptir gríðarlega miklu máli. Aukin fræðsla og ráðgjöf í þessum efnum er því mikilvæg fyrir þá sem eru að nálgast töku lífeyris, en ekki síður fyrir þá sem eru yngri, því ákvarðanir í dag geta haft úrslitaáhrif þegar kemur að lífeyristöku.“ segir Anna Margrét Steingrímsdóttir, leiðtogi stafrænnar þjónustu, félags- og markaðsmála hjá félögunum tveimur.