Þjónusta skrifstofu FHSS
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins veitir persónulega ráðgjöf í kjara- og réttindamálum, svo sem við gerð ráðningasamninga og við undirbúning launaviðtals. Við leggjum mikla áherslu á öfluga, einstaklingsmiðaða varðstöðu og ókeypis ráðgjöf ef vandamál koma upp á vinnustað. Í mörgum tilvikum útvegar félagið ókeypis lögfræðiþjónustu og kemur fram fyrir hönd einstaklinganna eigi þeir undir högg að sækja..
Margvíslegur ávinningur
Aðild að stéttarfélagi er ávísun á öryggi. Félagsfólk nýtir samtakamátt sinn til að knýja á um bestu mögulegu kjör sín og réttindi. Gott stéttarfélag veitir persónulega ráðgjöf og þjónustu, allt frá ráðningarsamningi til starfsloka. Það opnar einnig aðgengi að margskonar fríðindum og fjárhagslegum stuðningi og er traustur bakhjarl þegar á þarf að halda.
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins er eitt þessara félaga. Það grundvallar þjónustu sína á styrkum stoðum langrar sögu og sækir sér aukið afl með því að starfa undir merkjum BHM og vera þannig hluti af stórri og öflugri heild.
- Betri kjör
FHSS gerir kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna starfsfólks Stjórnarráðs Íslands og stofnanasamninga við einstaka stofnanir. Markmiðið er ávallt að hámarka ávinning til lengri tíma.
- Persónuleg þjónusta
FHSS veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf við gerð ráðningarsamninga, undirbúning launaviðtala o.s.frv. Félagið er einnig öflugur bakhjarl einstaklinga í ágreiningsmálum og réttindabaráttu.
- Fjölbreyttir styrkir
Aðild að FHSS opnar á fjárhagslega aðstoð vegna heilbrigðisþjónustu eða langvarandi fjarveru frá vinnu vegna veikinda.Styrktarsjóður BHM greiðirfyrir sérfræðiráðgjöf og útlagðan kostnað.
- Ókeypis fræðsla og námskeið
FHSS veitir félagsfólki sínu aðgang án endurgjalds að alls kyns fræðslu, fyrirlestrum og námsefni sem jafnt getur nýst í leik og starfi. Oft er efnið rafrænt og hægt að lesa, horfa og hlusta við hentugleika.eika.
- Bakhjarl símenntunar
Örar breytingar á vinnuumhverfi og verkefnum gera símenntun stöðugt mikilvægari, fyrir starfsánægju, öryggi og umbun. FHSS opnar aðgang að öflugum sjóðum sem veita verðmæta styrki.
- Betri frídagar!
Með aðild að Orlofssjóði BHM býður FHSS aðgang að spennandi orlofskostum auk afsláttarkjara á flugi og margvíslegri frítengdri afþreyingu.
Hjalti Einarsson, sviðstjóri kjaramálaVið leggjum áherslu á að stéttarfélagið veiti ávallt einstaklingsmiðaða ráðgjöf
Styrkir sem geta breytt öllu
Með aðild að FHSS opnast möguleikar á margvíslegum styrkjum. Þar skiptir þátttaka félagsins í BHM miklu máli. Veitt er fjárhagsleg aðstoð vegna heilbrigðisþjónustu eða langvarandi fjarveru frá vinnu vegna veikinda. Sjúkra- og styrktarsjóðir greiða einnig fyrir margs konar sérfræðiráðgjöf og útlagðan kostnað og veita t.d. gleraugnastyrki, fæðingarstyrki, dánarbætur o.m.fl.
Starfsendurhæfing
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður eflir starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Starfsendurhæfing samhliða vinnu gæti komið til greina fyrir starfsmenn sem eiga erfitt með að skila vinnu sinni á fullnægjandi hátt vegna heilsubrests. Oft er vinnustaðurinn þegar búinn að koma til móts við starfsmanninn með aðlögunum sem hafa þó ekki náð að breyta starfsgetu starfsmannsins. Þá væri kannski gott að skoða starfsendurhæfingu samhliða vinnu.
Ávarp formanns
Kæra félagsfólk
Okkar öfluga félag hefur allt frá stofnun lagt áherslu á bætt kjör og réttindi félaga sinna. Hagsmunir ykkar eru ávallt leiðarljós í allri okkar kjarabaráttu.
Félagsfólk getur hvenær sem er leitað til okkar með spurningar eða álitaefni um kjör og réttindi. Í því skyni höfum við byggt upp öfluga þjónustuskrifstofu í samstarfi við fjögur önnur stéttarfélög. Á skrifstofunni, sem sinnir allri daglegri þjónustu við félagsfólk, er að finna mikla þekkingu á málefnum tengdum félaginu.
Þá hefur félagsfólk jafnframt aðgang að margvíslegum styrkjum úr sjóðum okkar á vegum BHM og er hvatt til að vera áfram duglegt að nýta sér þá.
Við hvetjum ykkur eindregið til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna og hlökkum til að heyra frá ykkur.
Steinar Örn Steinarsson