Kjarasamningur við ríkið samþykktur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning við ríkið er lokið
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning milli FHSS og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs lauk í dag kl. 10:00.
Samningurinn er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Fjöldi á kjörskrá var 923 og greidd atkvæði voru 244 eða 26%. 224 (92%) voru samþykk og 20 (8%) höfnuðu samningnum.
Nýjan kjarasamning og nýja launatöflu má finna hér.