kjarasamningur við ríki undirritaður
Kæri félagi
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hefur skrifað undir kjarasamning við ríkið. Kosning um samninginn er hafin og stendur til kl. 12:00 fimmtudaginn 19. desember nk. Hægt er að nálgast hlekk á kosninguna hér.
Samningurinn verður kynntur á fjarfundi miðvikudaginn 18. desember nk. frá kl. 11:00 til 11:45. Sjá hér: Fundur – Kynning á kjarasamningi FHSS
Nánar um samning og helstu atriði samnings
FHSS vann náið með öðrum háskólafélögum sem reyndu til hins ýtrasta að hafa áhrif á þróun mála varðandi kjör háskólamenntaðra sérfræðinga en félögin hafa lengi haft áhyggjur af þeirri þróun. Eftir að flest öll stéttarfélög hafa lokið sínum kjarasamningum var staðan orðin mjög þröng og ekki var lengra komist. Er samningurinn nú lagður í dóm félaga FHSS.
Samningurinn tekur mið af þeim samningum sem gerðir voru á almennum markaði á vordögum ásamt öðrum samningum sem fylgdu í kjölfarið. Í forgrunni þeirra var áhersla á hófstilltar hækkanir með það að marki að gera verðmyndandi aðilum kleift að halda aftur af verð- og gjaldskrárhækkunum og skapa aðstæður fyrir stýrivaxtalækkanir.
Helstu atriði samnings eru eftirfarandi:
Launahækkanir
1. apríl 2024 3,7% hækkun
1. apríl 2025 3,5% hækkun
1. apríl 2026 3,5% hækkun
1. apríl 2027 3,5% hækkun
1) Afturvirkt gildistökuákvæði á launahækkanir frá 1. apríl 2024.
2) Launatöfluauki: Hækkanir gætu orðið meiri ef laun sérfræðinga á almennum markaði hækka verulega að meðaltali umfram laun sérfræðinga á opinberum vinnumarkaði að meðaltali.
3) Hækkun orlofsuppbótar um 2.000 kr. ári og persónuuppbótar um 4.000 kr. á ári.
4) Varanleg breyting á vinnuviku og greinum tengdum vinnutíma, vaktavinnu og vaktaálagi. Vinnuvika verður eftirleiðis kjarasamningsbundin við 36 stundir. Félagsfólk er eindregið hvatt til að kynna sér meðfylgjandi samning og breytingar á vinnufyrirkomulagi vegna breytts vinnutíma svo sem matar og kaffitíma. Á það einkum við um þá aðila sem vinna á vöktum eða bakvöktum eru
5) Mæðravernd og tæknifrjóvgun eykur réttindi ungra mæ‘ra og þeirra sem eru í tæknifrjóvgunarferli
6) Mennta og fræðslusjóður færir félaginu tekjur til til hagfræðilegra greininga, fræðslu til trúnaðarmanna og námskeiðishalds í þágu félagsmanna
7) Sérstakur Viðauki vegna kjaraþróunar félagsmanna FHSS
Virðingarfyllst
Samninganefnd FHSS