Aðalfundur 2024
Ný stjórn kosinn á aðalfundi þann 29.apríl
Ágætu félagar
Aðalfundur Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins var haldinn þann 29. apríl sl.
Stjórn félagsins þakkar fyrir góða mætingu á fundinn en yfir 100 félagar sáu sér fært að mæta.
Tveir aðilar gáfu kost á sér í formanns embættið, sitjandi formaður Steinar Örn Steinarsson og fyrrum formaður Friðrik Jónsson. Steinar Örn hlaut endurkjör með miklum meirihluta, 77% greidda atkvæða og mun því sinna embættinu 2024-2026.
Þrír aðilar gáfu kost á sér til setu í stjórn FHSS en tvö sæti voru laus í þetta skiptið. Brynja Stephanie Swan, Hannes Hall og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson. Það voru þau Brynja og Hrankell sem hlutu kjör og taka sæti í stjórn til næstu tveggja ára.
Stjórn FHSS skipa:
Steinar Örn Steinarsson, formaður (2024-2026)
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, varaformaður (2024-2026)
Brynja Stephanie Swan, ritari (2024-2026)
Jóhanna Nordahl, gjaldkeri (2023-2025)
Kristján Eiríksson, meðstjórnandi (2023-2025)
Guðmundur Þórir Steinþórsson, varamaður (2024-2025)
Elísabet Gísladóttir, varamaður (2024-2025)