Spurt & svarað
Hvar sæki ég um aðild að FHSS?
Þú sækir um með að fylla út formið sem finna má hér á vefnum undir "Umsókn um aðild". Eftir að búið er að fylla út eyðublaðið þarf að koma því á skrifstofu félagsins að:
Borgartúni 6
105 Reykjavík
6, hæð
Hvað getur FHSS gert fyrir mig?
- Að aðstoða félagsmenn á sviði kjara- og réttindamála.
- Að aðstoða við lausn ágreiningsmála er varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga.
- Að aðstoða félagsmenn við að leita lögfræðilegrar ráðgjafar í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags.
- Að vinna að gerð kjarasamninga fyrir stéttarfélögin fimm bæði miðlæga kjarasamninga og stofnanasamninga í umboði stjórna félaganna. Hvert stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt.
- Að aðstoða við gerð ráðningarsamninga og túlkun á þeim.
- Að aðstoða við útreikninga á launum og innheimtu ef þörf krefur.
Hvaða rétt hef ég ef röskun verður á starfshögun?
FHSS veitir félagsmönnum aðstoð standi þeir frammi fyrir atvinnumissi eða annarri röskun á starfshögum. Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við þjónustuskrifstofu félagsins, s. 595-5165, og óska eftir viðtali til að afla upplýsinga um stöðu sína og áunninn réttindi í sjóðum eftir því sem við á. Frekari upplýsingar er að finna á síðunni "Atvinnumissir" sem finna má hér á vefnum.