Fréttasafn

 • Hlé á kjaraviðræðum í sumar og eingreiðslur

  Gert hefur verið hlé á kjaraviðræðum aðildarfélaga BHM, þ.m.t. FHSS, við samninganefnd ríkisins (SNR) fram í ágúst. Kjarasamningar við ríkið losnuðu 1. apríl sl. Í lok júní lagði SNR til að gert yrði hlé á kjaraviðræðum í júlí og að viðræðuáætlanir væru endurskoðaðar með tilliti til þess. Formenn BHM félaganna hafa nú undirritað endurskoðaðar viðræðuáætlanir …Nánar »
 • Verklagsreglur stjórnar FHSS uppfærðar

  Uppfærðar verklagsreglur stjórnar FHSS voru samþykktar af stjórn félagsins 7. febrúar sl. Nú hafa uppfærðu verklagsreglurnar verið settar á vef félagsins. Einnig er hægt að skoða þær sem pfd-skjal. Eldri verklagsreglur, samþykktar af stjórn í nóvember 2013, eru aðgengilegar á vefnum á pdf-formi.Nánar »
 • Staða launamála hjá FHSS í aðdraganda kjarasamningsviðræðna 2019

  Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins óskaði eftir því við Hjalta Einarsson, sérfræðing á þjónustuskrifstofu félagsins, að afla gagna í skýrslu um stöðu launamála hjá FHSS í aðdraganda kjarasamningsviðræðna á árinu 2019. Skýrslan er nú birt og í henni er leitast við að leggja mat á launaþróun hjá FHSS í samanburði við almenna launaþróun í landinu og …Nánar »
 • Könnun FHSS um áherslur í komandi kjaraviðræðum

  Stjórn FHSS hélt félagsfund þann 27. mars 2019 þar sem kynntar voru niðurstöður kjarakönnunar FHSS sem fram fór fyrr á árinu. Hjalti Einarsson vinnusálfræðingur á þjónustuskrifstofu FHSS vann kynninguna og fór yfir helstu niðurstöður. Góðar umræður spunnust í kjölfarið og hefur stjórn og samninganefnd FHSS haft þær ábendingar sem fram komu, til hliðsjónar við undirbúning …Nánar »
 • Heildartexti kjarasamnings kominn á vefinn

  Tekinn hefur verið saman heildartexti kjarasamnings FHSS og fjármálaráðherra sem í heild gildir frá 1. september 2017. Ein þrettán ár eru síðan síðast var gefinn út heildartexti kjarasamnings þessara aðila, eða í byrjun árs 2005. Í millitíðinni hefur fimm sinnum verið samið um breytingar, viðauka og framlengingar á samningnum og því kominn tími á að …Nánar »
 • Þóknanir fyrir trúnaðarstörf

  Langt er síðan upplýsingar um þóknanir vegna trúnaðarstarfa fyrir félagið voru uppfærðar á heimasíðunni. Þóknunum var síðast breytt á aðalfundi 2015 og er fyrirkomulagið sem þá var samþykkt að finna hér að neðan. Reglur um stjórnarlaun og nefndarlaun_2015 – gildir frá 13. apríl 2015.Nánar »
 • Fréttir af aðalfundi – lækkuð félagsgjöld, ný stjórn, lagabreytingar

  Aðalfundur FHSS var haldinn 21. mars 2018 í Borgartúni 6, kl. 11:30-13:00. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins eins og sjá má í fundargerð fundarins. Á fundinum var kosið í þrjú af fimm sætum í stjórn eins og gerð er grein fyrir í fundargerð. Stjórn félagsins árið 2018-2019 er því þannig skipuð: Ragnheiður …Nánar »
 • Aðalfundur FHSS 2018 – fundarboð

  Boðað hefur verið til aðalfundar Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 11:30-13 á 4. hæð í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Dagskrá aðalfundar 2018: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári. Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Lagabreytingar. Ákvörðun um félagsgjald og þóknanir …Nánar »
 • Nýsamþykktar verklagsreglur stjórnar varðandi ársreikninga og reikninga félagsins

  Eins og sjá má í fundargerð 43. fundar stjórnar FHSS voru á þeim fundi samþykktar og undirritaðar nýjar verklagsreglur stjórnar í tengslum við ársreikning og reikninga félagsins. Ársreikningur félagsins er ekki endurskoðaður heldur saminn eftir bókhaldi félagsins og er yfirfarinn og samþykktur af skoðunarmönnum félagsins á aðalfundi á hverju ári. Nýju verklagsreglurnar eru í samræmi …Nánar »
 • Breytingar og framlenging á kjarasamkomulagi samþykkt með naumum meirihluta

  Atkvæðagreiðsla um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi FHSS og ríkisins fór fram dagana 9.-16. febrúar á rafrænan hátt. Alls voru 620 manns á kjörskrá. Af þeim greiddu 375 atkvæði eða 60,5%. Af þeim sem greiddu atkvæði svöruðu 52,3% (196) með „Já, ég samþykki“, 41,3% (155) svöruðu „Nei, ég samþykki ekki“ og 6,4% (24) …Nánar »
 • Samkomulag um framlengingu á kjarasamningi FHSS og ríkisins kynnt

  Samkomulag um framlengingu á kjarasamningi FHSS og ríkisins var undirritað mánudaginn 5. febrúar. Samkomulagið er afturvirkt til þess tíma er samningar losnuðu 1. september 2017 og gildir einungis í rétt rúmt ár, til 1. mars 2019. Í samkomulaginu er samið um hækkun launa um 2,21% frá og með 1. september 2017 og um 2,00% frá …Nánar »
 • Kaffiboð fyrir eftirlaunaþega – LEIÐRÉTTING

  Kaffiboð FSS og FHSS fyrir starfsmenn stjórnarráðsins á eftirlaunum verður þriðjudaginn 16. maí á Grand hóteli við Sigtún, ekki mánudag eins og áður var auglýst.Nánar »
 • Nýr stofnanasamningur FHSS og Stjórnarráðsins undirritaður 7. desember sl.

  Nýr stofnanasamningur Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands var undirritaður 7. desember 2016. Hann kemur í stað stofnanasamnings frá árinu 2006. Tímabært var að endurskoða stofnanasamninginn og uppfæra til samræmis við breytingar sem orðið hafa í starfsumhverfi Stjórnarráðsins á tímabilinu. Nýr stofnanasamningur tekur mið af gerðardómi frá 14. ágúst 2015 og innifelur m.a. …Nánar »
 • Stjórn FHSS á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis

  Stjórn FHSS var boðuð á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis nú fyrr í dag. Formaður FHSS, Ragnheiður Bóasdóttir, og stjórnarkonan Herdís H. Schopka sóttu fundinn fyrir hönd stjórnarinnar. Fundarefnið var frumvarp ríkisstjórnarinnar til breytingar á lögum um kjararáð og umsögn félagsins um boðaðar breytingar. Í frumvarpinu er beinlínis kveðið á um að kjör sendiherra og skrifstofustjóra …Nánar »
 • Framhaldsaðalfundur FHSS 18. maí 2016

  Framhaldsaðalfundur FHSS var haldinn 18. maí 2016 í húsnæði BHM í Borgartúni 6. Fyrir fundinum lá svofelld dagskrá: Dagskrá aðalfundar: Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Önnur mál.   Fundur settur klukkan 11:00 1 . Kosning fundarstjóra og fundarritara. Halldór K. Valdimarsson var kosinn fundarstjóri. Ólafur Egill Jónsson var kosinn ritari. 2.  Ársreikningar félagsins lagðir …Nánar »
 • Aðalfundur FHSS 17. mars 2016

  Aðalfundur FHSS var haldinn 17. mars 2016 í húsnæði BHM í Borgartúni 6. Fyrir fundinum lá svofelld dagskrá: Dagskrá aðalfundar: Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári: Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Tillaga að breytingu á lögum FHSS Ákvörðun um félagsgjald og þóknanir fyrir stjórnar- og nefndarstörf. Kosning …Nánar »
 • Erindi FHSS og FSS til ráðuneytisstjóra í tilefni af ummælum forsætisráðherra

  Meðfylgjandi bréf var sent ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, 21. janúar sl., af hálfu stéttarfélaga starfsmanna Stjórnarráðsins, FHSS og FSS, sameiginlega. FHSS-FSS bréf til ráðuneytisstjóra 2015Nánar »
 • Fundargerð framhaldsaðalfundar FHSS 17. sept. 2014

  Fundargerð. Framhaldsaðalfundur FHSS var haldinn 17. september 2014 í Sjávarútvegshúsinu Skúlagötu 4, en ákvörðun um boðun hans hafði verið tekinn á aðalfundi félagsins 2. apríl 2014. Fyrir fundinn lá svofelld dagskrá: 11:45 – Kosning fundarstjóra og fundarritara 11:50 – Kynning á frambjóðendum 12:10 – Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga 12:30 – Kynning á niðurstöðum greiningar …Nánar »
 • Stjórn FHSS 2014-2015

  Á framhaldsaðalfundi í hádeginu í dag 17. september 2014 var kjörin ný stjórn fyrir starfsárið 2014-2015. Stjórn félagsins 2014-2015: Ragnheiður Bóasdóttir, formaður (kjör til 2016). Arnór Snæbjörnsson (kjör til 2016). Hildur Jónsdóttir (kjör til 2016) Oddur Einarsson (kjör til 2015) Pétur Berg Matthíasson (kjör til 2015) Varamenn stjórnar eru eftirfarandi: Eiríkur Þorláksson (kjör til 2016) …Nánar »
 • Fræðsludagskrá aðildarfélaga BHM haustönn 2014

  Í dag föstudaginn 29. ágúst, verður opnað fyrir skráningu í fræðsludagskrá BHM. BHM-fræðslan er opin fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM þeim að kostnaðarlausu. Í boði verður fjölbreytt úrval námskeiða að vanda og mun án efa eitthvað bætast við þegar líður á önnina. Segja má að áherslan verði á hugmyndafræði Þjónandi forystu á þessari önn og höfum …Nánar »
Scroll to top