Skrifstofan
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnaráðsins veitir félagsmönnum margs konar þjónustu í gegnum þjónustuskrifstofu sem fimm stéttarfélög í BHM reka sameiginlega. Vef skrifstofu má finna hér.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16 og er til húsa að:
Borgartúni 6
105 Reykjavík
6, hæð
Sími: 595 5165
Fax: 595 5101
Þjónustuskrifstofan er sameiginleg skrifstofa fimm aðildarfélaga Bandalags háskólamanna
Auk FHSS sinnir hún einnig eftirtöldum félögum:
- Félag íslenskra félagsvísindamanna, FÍF
- Fræðagarður (áður Útgarður og Félag íslenskra fræða)
- Stéttarfélag bóksafns- og upplýsingafræðinga, SBU
- Stéttarfélag lögfræðinga, SL
Síðan var síðast uppfærð í júlí 2019
Verkefni þjónustuskrifstofu?
- Að aðstoða félagsmenn á sviði kjara- og réttindamála.
- Að aðstoða við lausn ágreiningsmála er varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga.
- Að aðstoða félagsmenn við að leita lögfræðilegrar ráðgjafar í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags.
- Að vinna að gerð kjarasamninga fyrir stéttarfélögin fimm bæði miðlæga kjarasamninga og stofnanasamninga í umboði stjórna félaganna. Hvert stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt.
- Að aðstoða við gerð ráðningarsamninga og túlkun á þeim.
- Að aðstoða við útreikninga á launum og innheimtu ef þörf krefur.
Starfsmenn þjónustuskrifstofunnar eru:
- Anna S. Ragnarsdóttir, anna@bhm.is, skrifstofustjóri
- Georg Brynjarsson, georg@bhm.is, framkvæmdastjóri
- Halldór Karl Valdimarsson, halldor@bhm.is, fjármálastjóri
- Hjalti Einarsson, hjalti@bhm.is, meistari í félags- og vinnusálfræði
- Júlíana Guðmundsdóttir, juliana@bhm.is, lögfræðingur
Stjórn þjónustuskrifstofunnar skipa:
- Hugrún R. Hjaltadóttir, fulltrúi FÍF.
- Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar, fulltrúi SBU
- Bragi Skúlason, fulltrúi Fræðagarðs
- Ragnheiður Bóasdóttir, fulltrúi FHSS
- Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fulltrúi SL, formaður