Styrkir, menntun og orlof

STYRKTARSJÓÐUR BHM

Rétt í Styrktarsjóði eiga félagsmenn aðildarfélaga BHM sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals 6 mánuði, þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar átti sér stað. Hægt er m.a. að sækja um styrki vegna; líkamsræktar, gleraugna, tannviðgerða, krabbameinsleitar og sjúkranudds. Umsóknum er skilað rafrænt á Mínum síðum. Gerð er krafa um frumrit reikninga. Í þjónustugáttinni Mínar síður á vef BHM er hægt að skoða yfirlit yfir eigin notkun á styrkjum síðustu 4 ár.

ORLOFSJÓÐUR BHM

Á bókunarvef Orlofssjóðsins eru upplýsingar um orlofshús og íbúðir hér á landi og erlendis, afsláttarbréf fyrir flug og gistingu, útilegukort, veiðikort og golfkort. Hægt er að skoða hvað er í boði og hvað er laust án þess að vera innskráður en til að bóka eða kaupa er nauðsynlegt að skrá sig inn á bókunarvef sjóðsins.

STARFSÞRÓUNARSETUR HÁSKÓLAMANNA

Hlutverk Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna þeirra aðildafélaga BHM sem eiga aðild að setrinu og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. Rétt til að sækja um eiga einstaklingar, stofnanir, stéttarfélög, 18 aðildarfélög BHM og Starfsmannaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis.  Styrkir eru veittir fyrir skólagjöldum, námskeiðum, ráðstefnum, gerð starfsþróunaráætlana, einnig til sérstakra átaksverkefna og verkefna sem byggja á starfsþróunaráætun. Einstaklingar sækja um rafrænt á Mínum síðum en stéttarfélög og stofnanir  á sérstökum eyðublöðum.

STARFSMENNTASJÓÐUR BHM

Í samningum 2011 við ríkið náðist að semja um umtalsverð réttindi til námsleyfa. Allir félagsmenn sem hafa unnið fjögur ár eða lengur hjá sömu ríkisstofnun eiga rétt á tveggja vikna leyfi fyrir hvert unnið ár, mest þó 6 mánuði. Þetta er réttur launamanns, og verður ekki takmarkaður af hendi ríkisstofnunar, nema á þann veg að þær mega takmarka fjölda sem er burtu í námsleyfi hverju sinni við 10% starfsmanna. Leyfið er launað með meðallaunum ákveðinna mánaða áður en fólk fer í leyfið. Stofnun/ráðuneyti þarf ekki að veita neina styrki umfram þetta en hefur heimild til þess. Það nám sem fólk getur stundað í leyfinu þarf að vera samkvæmt starfsþróunaráætlun eða endurmenntunaráætlun stofnunar/ráðuneytis, sé þannig áætlun til. Að öðrum kosti telst nóg að námið styrki fólk í núverandi starfi eða sem fagfólk. Til að styrkja félagsmenn til náms á meðan leyfinu stendur, fyrir ferðakostnaði, gistingu og öðrum kostnaði, hefur ríkið lagt fram fé í Starfsþróunarsetur háskólamanna. Félagsmenn sækja um styrki til setursins.

VIRK STARFSENDURHÆFING

VIRK er fyrir félagsmenn sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Fólk ætti að leita ráðgjafar áður en veikindaréttur hjá atvinnurekanda eða sjúkradagpeningar frá stéttarfélagi renna út.

MENNTUN TIL HANDA SNILLINGUM

VIRK er fyrir félagsmenn sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Fólk ætti að leita ráðgjafar áður en veikindaréttur hjá atvinnurekanda eða sjúkradagpeningar frá stéttarfélagi renna út.

Scroll to top