Kjarasamningar
Samkomulag, gildir frá 04.02.2020
Samkomulag FHSS og fjármálaráðherra um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, gildir frá 04.02.2020
Kjarasamningur, gildir frá 1.9.2017
Heildartexti kjarasamnings FHSS og fjármálaráðherra, gildir frá 1.9.2017
Kjarasamningur 2011-2014
Kjarasamningur 2011-2014 aðildarfélög Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra, launatöflur og viðaukar einstakra félaga (PDF 518 KB) frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014
Viðauki við samkomulag, dags. 28. maí 2014
Viðauki við samkomulag fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og FHSS_um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, dags. 28. maí 2014.
Samkomulag, 28. maí 2014.
Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og FHSS o.fl. frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015, dags. 28. maí 2014.
Samkomulag, 1. júní 2008 til 31. mars 2009
Samkomulagum breytingar og framlengingu á kjarasamningum fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og FHSS frá 1. júní 2008 til 31. mars 2009.
Stofnanasamningur*
*Skilgreining stofnanasamnings (sjá nánar á vef fjármálaráðuneytis)
- Stjórnarráð Íslands - Stofnanasamningur FHSS 2016
- Stjórnarráð Íslands - stofnanasamningur FHSS frá 2006
- Hagstofa Íslands - stofnanasamningur Hagstofan frá 2006 – Viðbót við stofnanasamning 6. júní 2007
Samkvæmt þeirri skilgreiningu sem er að finna í 11. kafla kjarasamninga er stofnanasamningur sérstakur samningur milli stofnunar og viðkomandi stéttarfélags um aðlögun tiltekinna þátta hins miðlæga kjarasamnings að þörfum stofnunar með hliðsjón af sérstöðu starfa og verkefna hverrar stofnunar. Einn veigamesti þáttur hins miðlæga kjarasamnings sem stofnun og viðkomandi stéttarfélagi er ætlað að útfæra er hvaða þættir/forsendur skuli ráða röðun starfa. Þar að auki er heimilt að semja um aðra eða nánari útfærslu á vinnutímakafla hins miðlæga hluta hvers kjarasamnings og nokkur önnur atriði.
Það er rétt að taka það fram að stofnanasamningur er hluti af þeim kjarasamningi sem gerður er við viðkomandi stéttarfélag og er því ekki hægt að segja honum sérstaklega upp eða beita verkfalli til að þvinga fram breytingar á honum sem slíkum. Ef til ágreinings kemur um túlkun stofnanasamnings sem ekki er leyst úr í samstarfsnefnd þá er hægt að bera slíkan ágreining undir Félagsdóm alveg með sama hætti og ágreining um hin miðlægu ákvæði viðkomandi kjarasamnings.
Stofnanasamningurinn á að byggjast á starfsmanna- og launastefnu viðkomandi stofnunar. Hann á að stuðla að skilvirku launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnunar og sjá til þess að framkvæmd, bæði starfsmannastefnunnar og launakerfisins, raski ekki þeim heildarmarkmiðum sem fjárlög setja stofnuninni hverju sinni.