Aðstoð vegna röskun á starfshögun

FHSS veitir félagsmönnum aðstoð standi þeir frammi fyrir atvinnumissi eða annarri röskun á starfshögum. Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við þjónustuskrifstofu félagsins, s. 595-5165, og óska eftir viðtali til að afla upplýsinga um stöðu sína og áunninn réttindi í sjóðum eftir því sem við á.

Eftirfarandi eru helstu atriði sem standa félagsmönnum til boða við atvinnumissi:

Einstaklingsviðtal
FHSS býður þér upp á einstaklingsviðtal við fulltrúa félagsins á Þjónustuskrifstofu FHSS þar sem farið verður yfir réttindi starfsmanna við uppsögn og ekki síður þau réttindi sem félagsmenn hafa safnað sér upp í sjóðunum okkar s.s. styrktarsjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði m.t.t. til að nýta réttindi innan tímamarka, því þau falla niður að ákveðnum tíma eftir að greiðslur í sjóðina hætta að berast.

STARFSMENNTASJÓÐUR

Starfsmenntunarsjóður er opinn félagsmönnum í eitt ár eftir atvinnumissi. Sjóðurinn gefur síðan ekki kost á frekari aðild fyrr en viðkomandi er kominn í nýtt ráðningarsamband.

ORLOFSJÓÐUR

Atvinnulausir geta hinsvegar viðhaldið aðild sinni að Orlofssjóði með því að greiða fast árgjald, sem nú er kr. 3.000 kr.

STYRKTARSJÓÐUR

Félagið býður þá þjónustu fyrir þá er það kjósa og hafa ekki fengið vinnu að loknum uppsagnarfresti að það standi straum af greiðslum í styrktarsjóð þannig að félagsmenn haldi fullum réttindum í atvinnuleysi. Félagsmenn þurfa að greiða félagsgjald til FHSS líkt og áður (á eyðublöðum atvinnuleysistryggingasjóðs er box sem haka þarf í varðandi að greiðslur haldi áfram til stéttarfélags). Félagsgjaldið er greitt óskert áfram til styrktarsjóðs.

Starfsþróunarsetur háskólamanna
Félagið viðheldur einnig rétti atvinnulausra félagsmanna í Starfsþróunarsetri háskólamanna í eitt ár.

Áfallahjálp hjá fagaðila
Styrktarsjóður endurgreiðir sjóðfélögum sem hafa orðið fyrir skyndilegum atvinnumissi eða áfalli á vinnustað átta tíma áfallahjálp hjá fagaðila.

Námskeið til að styrkja stöðu á vinnumarkaði
Félagið styrkir atvinnulausa félagsmenn til þess að sækja námskeið sem geta styrkt stöðu þeirra á vinnumarkaði. Styrkupphæð miðast við námskeiðið, Nýttu kraftinn, sem nú er kr. 60.000 kr., en einskorðast ekki við það námskeið heldur einungis fjárhæðina.

Nánari upplýsingar um réttindi við uppsagnir er að finna á heimasíðu BHM.

Scroll to top