Ferðatími er vinnutími!
Nýfallin dómur í Hæstarétti
Ágæti félagi
Það er Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins sönn ánægja að kynna niðurstöðu nýfallins Hæstaréttardóms varðandi vinnutíma á ferðalögum. Málssókn þessi var kostuð af Flugvirkjafélagi íslands fyrir skjólstæðing sinn en með nokkrum fjárstuðningi frá FHSS og SL sem hafa lengi látið sig þetta mál varða. Túlkun dómsniðurstöðunnar er mikill sigur fyrir þessi félög sem hafa lengi barist fyrir viðurkenningu á því að ferðatími sé vinnutími.
Niðurstaða dóms Hæstaréttar er skýr og tekur endanlega af öll tvímæli um það að ferðatími sé vinnutími skv. lögum. Áhrif dómsins á launtaka til framtíðar litið eru því veruleg.
Félagsfólk sem kann að eiga kröfu á hendur laungreiðenda vegna þessa er hvatt til að skoða áhrif þessa dóms á sína stöðu og leita til síns laungreiðanda ef ástæða er til að ætla að það eigi kröfu á hendur honum vegna ferða erlendis. Þá er öllum bent á að huga að áhrifum þess dóms á ferðalög á vegum vinnuveitanda til framtíðar litið. Þar eð lög kveða á um annað, eins og staðfest hefur verið í Hæstarétti, verður að ætla að nýfallinn dómurinn geri grein 5.5. í kjarasamningi ríkið þar sem fjallað er um „ferðatíma erlendis“ marklausa.
Þá ber að horfa til þess að aðrar greinar samnings eigi við svo sem að greidd verði full yfirvinnulaun vegna alls ferðatíma utan dagvinnutíma þar sem um vinnutíma er að ræða og að réttindi sömu starfsmanna verði virt í hvívetna á ferðalögum fyrir vinnuveitanda svo sem hámarksvinnutími, hvíldartími, frítaka, orlof, o.fl. líta verður svo á að það sé skylda vinnuveitandans að skipuleggja ferðirnar með þeim hætti að lágmarksréttar starfsmannsins sé gætt.
Hér er um mikinn sigur fyrir félögin að ræða og ykkur. Því ber að fagna sérstaklega.
Ef þörf er á aðstoð eða ráðgjöf vegna þessa máls er ykkur bent á að setja ykkur í þjónustuskrifstofu félagsins í síma 595-5140 eða með tölvupósti á félagið: fhss@fhss.is.
Virðingarfyllst, stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins