Fundargerð stjórnar FHSS 5. júní 2018

Stjórnarfundur FHSS, þriðjudaginn 5. júní 2018

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 3. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Ólafur Egill Jónsson (ÓEJ) varaformaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) varamaður (vegna forfalla Herdísar Helgu Schopcka).
Fundarritari: SÖS.

1. Fundargerð síðasta fundar, 9. maí 2018.

Fundargerðin samþykkt.

2. Húsnæðismál BHM

Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri BHM, kynnti þátttöku FHSS í húsfélagi BHM. Gissur fjallaði almennt um aðild FHSS að húsfélaginu. Minnisblað um málið lagt fram. Stjórnin óskaði eftir viðbótargögnum, m.a. ársreikningi húsfélagsins, eignaskiptayfirlýsingu o.fl. SVÓ tók að sér að skoða viðbótargögnin og útbúa í kjölfarið minnisblað fyrir fund stjórnar.

3. Könnun um vefsíðunotkun 

RB ætlar að kalla eftir skýrslu frá Hjalta Einarssyni, hagfræðingi BHM, varðandi niðurstöðu könnunarinnar um notkun félagsmanna á vefsíðu FHSS. Stjórn mun svo í kjölfarið fjalla um málið. Þá yrði jafnframt tekin afstaða hvort uppfæra þyrfti heimasíðuna almennt og einnig hvort tölvupóstfang FHSS ætti að vera beintengt formanni stjórnar FHSS eða þjónustuskrifstofunni.

4. Samstarf við trúnaðarmenn FHSS

RB lagði til að auglýstir yrðu í haust tveir fastir fundir með trúnaðarmönnum þar sem farið yrði yfir hin ýmsu álitamál tengd trúnaðarmönnum og hlutverk þeirra, verklag o.fl. í því skyni að efla samstarf og almenna þjónustu FHSS við trúnaðarmennina.

5. Dagsetningar stjórnarfunda næsta starfsár

RB lagði til að stjórnarfundir næsta starfsár yrðu að jafnaði á öðrum fimmtudegi í hverjum mánuði og mun hún senda fundarboð áður en sumarfríin byrja.

6. Önnur mál

a. Rætt um afstöðu stjórnar varðandi niðurlagningu kjararáðs. Jafnframt var rætt um hvort þetta myndi fjölga félagsmönnum hjá FHSS.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:05.

Scroll to top