Fundargerð stjórnar FHSS 9. október 2018

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudagur 9. október 2018

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari og Eiríkur Þorláksson (EÞ), varamaður.
Fundarritari: SÖS.

1. Fundargerð síðasta fundar, dags. 13. september 2018
Fundargerðin var samþykkt.

2. Stjórn skiptir með sér verkum
Formaður lagði til að SVÓ tæki að sér að vera varaformaður í stað Ólafs Egils Jónssonar, sem er hættur störfum hjá Stjórnarráðinu, og EÞ tæki að sér að vera gjaldkeri í stað SVÓ. Ný verkaskipting var samþykkt.

3. Kjarasamningar
Rætt var almennt um vinnu vegna undirbúnings kjarasamningsviðræðna og þátttöku stjórnar FHSS í þeim málefnahópum sem fyrirséð er að stofnaðir verða innan BHM í tengslum við viðræðurnar. Einnig var ákveðið að SVÓ myndi spyrjast fyrir á næsta formannaráðsfundi um afdrif skýrslu um samanburð á opinberum og almennum vinnumarkaði. Þá var rætt um samspil fjárlaga fyrir árið 2019 og komandi kjarasamningsviðræður.

4. Önnur mál

  • Hjalti Einarsson, hagfræðingur þjónustuskrifstofunnar, kynnti skýrslu sem hann gerði að ósk stjórnar FHSS um launaþróun félagsmanna FHSS frá júní 2017 til september 2018. Í kjölfar kynningarinnar ákvað stjórnin að ræða betur við næsta tækifæri um niðurstöðu skýrslunnar.
  • Ákveðið var að færa næsta stjórnarfund frá 8. nóvember 2018 til 1. nóvember 2018.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.

Scroll to top