Fundargerð stjórnar FHSS 9. maí 2018

Stjórnarfundur FHSS, miðvikudaginn 9. maí 2018

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 3. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Ólafur Egill Jónsson (ÓEJ) varaformaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri og Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari.
Fundarritari: SÖS.

1. Fundargerð síðasta fundar, 12. apríl 2018 og fundargerð frá 28. mars 2018

Fundargerðirnar voru samþykkt af hálfu stjórnarinnar.

2. Erindi frá Reyni Gunnlaugssyni v/ verkfallsréttar FHSS

Stjórnin tók erindið til umfjöllunar. Ákveðið var að afla frekari upplýsinga um málið, m.a. varðandi forsögu þess, og var RB falið að setja málið í vinnslu.

3. Verklagsreglur FHSS

Ákveðið var að formaður sendi tillögur að breyttum verklagsreglum á stjórn.

4. Verkaskipting stjórnar og þjónustuskrifstofu

SVÓ fjallaði um ákvörðun aðalfundar FHSS, dags. 21. mars sl., varðandi lækkun félagsgjalda og benti á að lækkunin hefði ekki gengið eftir en hún hefði átt að taka gildi frá og með 1. maí sl. SVÓ velti upp því álitaefni hvort það ætti að vera á höndum stjórnarinnar eða þjónustuskrifstofunnar að sjá um að tilkynna þetta til Fjársýslunnar. RB tók fram að hún hefði í aprílmánuði sent erindi um þetta til Fjársýslunnar, sem ekki væri búið að svara, og mun senda ítrekun þess efnis. Tryggja þyrfti að einnig að lækkunin yrði jafnframt afturvirk til 1. maí sl. Ákveðið var að niðurstaða yrði komin í þetta mál fyrir næsta fund.

5. Umræður um þóknanir

Almenn umræða átti sér stað um þóknanir stjórnarinnar vegna fundarsetu og ákveðið var að nálgast upplýsingar frá BHM um fyrirkomulag þeirra á greiðslu þóknana. Jafnframt var rætt um hvort þóknanir til trúnaðarmanna ættu að fara í gegnum launakerfi. Stjórnin ákvað að fela framkvæmdastjóra þjónustuskrifstofunnar það verkefni að kanna fyrirkomulagið á því hvernig önnur félög væru að greiða sínum trúnaðarmönnum.

6. Umræður um ferðatíma

Umræða átti sér stað um greiðslu á ferðatíma starfsmanna innan FHSS. Ákveðið var að hafa lögfræðinga þjónustuskrifstofunnar með í ráðum varðandi þetta álitaefni og koma á fundi með þeim aðilum sem eru hafa boðist til þess að láta sín ferðamál vera prófmál gagnvart EFTA dómstólnum. RB var falið að koma á frekari samskiptum varðandi þetta mál.

7. Vefsíða FHSS

Rætt var um þjónustukönnunina á notkun félagsmanna á heimasíðu FHSS vegna fyrirhugaðrar uppfærslu heimasíðunnar. Stefnt er að því að könnunin fari í gang á mánudaginn 14. maí nk.

8. Önnur mál

  1. Fjallað var almennt um hvað sé framundan hjá stjórninni og hvernig nálgast eigi næstu kjaraviðræður. Jafnframt var rætt við framkvæmdastjóra þjónustuskrifstofunnar um stöðu vinnuhópa þessu tengdu og útdeilingu á þeim 200 milljónum sem getið í bókun við nýsamþykktan kjarasamning.
  2. HHS ræddi um vangaveltur varðandi útfærslu á launakerfum innan ráðuneyta og hvernig sú útfærsla kæmi inn í kjarasamningsviðræður, stofnanasamning o.fl. HHS ætlar að afla frekari upplýsinga um þetta mál.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:05.

Scroll to top