Fundargerð stjórnar FHSS 9. janúar 2020

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 9. janúar 2020 

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 3. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Jóhanna Norðdahl (JN) varamaður og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) varamaður.
Fundarritari: SÞB.

1.Breytingar á verkaskiptingu stjórnar 
Kristján Eiríksson verður í hléi frá stjórnarstörfum fram í febrúar vegna orlofs. Báðir varamenn hafa nú verið kallaðir inn á fundi. Ef nauðsyn krefur mun varamaður í stjórn sinna verkefnum gjaldkera.

2. Fréttir af kjaraviðræðum og framvinda viðræðna samninganefndar við ríkið 
Farið yfir stöðuna.

  • Þrjú félög innan BHM til viðbótar eru búin að undirrita samning, sem er sambærilegur við þann sem félögin fimm gerðu. Eitt þeirra er búið að samþykkja í atkvæðagreiðslu.
  • Formenn samninganefnda FHSS og ríkisins hafa rætt málin óformlega.
  • Óskað hefur verið eftir minnisblaði frá lögfræðingi vegna fullyrðingar félagsmanns um ólögmæti orlofskafla í samningi.

3. Útfærsla vinnutímastyttingar 
Félögin sem samþykktu samninginn munu sitja fund með Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í vikunni 13.-17. janúar. Rætt verður um framkvæmd viðauka í samningum um styttingu vinnutíma. FHSS er á hliðarlínunni þar sem ekki hefur náðst samningur.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.

Scroll to top