Fundargerð stjórnar FHSS 8. október 2020

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 8. október 2020 

Fundartími: kl. 12:00 – 13:00.
Fundarstaður: Microsoft Teams
Mætt: Friðrik Jónsson (FJ) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Kristján Eiríksson (KE) gjaldkeri, Kristín Arnórsdóttir (KA) ritari, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Benedikt Hallgrímsson (BH) varamaður, Jóhanna Norðdahl (JN) varamaður. Georg Brynjarsson (GB) framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu, Hjalti Einarsson (HE) og Júlíana Guðmundsdóttir (JG) starfsmenn þjónustuskrifstofunnar sátu einnig fundinn.
Fundarritari: KA.

1.Stytting vinnuvikunnar
Tilgangur fundarins var að ræða um styttingu vinnuvikunnar og hvernig hún gengi almennt hjá vinnustöðum félagsmanna FHSS. Að svo stöddu var ekki vitað um neinn vinnustað sem hafði lokið vinnu við að innleiða styttinguna. HE var með fræðslu um styttingu vinnuvikunnar fyrir stjórnarmeðlimi. Stjórn FHSS mun halda áfram að fylgjast með framvindu styttingu vinnuvikunnar hjá sínum félagsmönnum.

Fleira var ekki til fært til bókar.

Scroll to top