Fundargerð stjórnar FHSS 8. mars 2018

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 8. mars 2018
43. fundur

Fundartími: kl. 11:30-13:00
Fundarstaður: Fundarherbergi Halldórs, Þjónustuskrifstofu, Borgartúni 6 (BHM).
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Ólafur Egill Jónsson (ÓEJ) varaformaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri,
Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir (HJ).
Fundarritari: ÓEJ

1.Fundargerð síðasta stjórnarfundar (8. febrúar 2018)

Lið frestað.

2. Undirbúningur aðalfundar FHSS, 21. mars 2018 

a. Auglýsing

b. Dagskrá

c. Fundarstjórnun, fundarstaður og veitingar

d. Kjörnefnd vegna lausra embætta

e. Skýrsla stjórnar

f. Reikningar félagsins

g. Lagabreytingartillaga SVÓ

h. Tillaga stjórnar um lækkuð félagsgjöld

i. Önnur mál

  • Rætt var um hvað ætti að koma fram í auglýsingu fyrir aðalfund. Ákveðið var að fá framkvæmdarstjóra þjónustuskrifstofunnar til að vera fundarstjóra og panta sal og veitingar fyrir aðalfundinn.
  • SVÓ lagði verklagsreglur, sem voru samþykktar á 42. stjórnarfundi, fram að nýju lítillega breyttar og stjórnarmenn samþykktu á ný og skrifuðu undir reglurnar. Þær verða birtar á heimasíðu félagsins (sjá neðst í þessari færslu).
  • Framkvæmdstjóra þjónustuskrifstofunnar var falið að skoða möguleika á lækkun félagsgjaldsins. Ákveðið var með einróma samþykki stjórnarmanna að lækka gjaldið og óskað var eftir því að þjónustuskrifstofan útbúi gögn um það fyrir aðalfund.

3. Önnur mál 

a. Vorferð þjónustuskrifstofu til Noregs og Luxemborgar. Framkvæmdarstjóri þjónustuskrifstofunnar kynnti fyrirhugaða ferð. Í fyrri ferðir um sama efni fóru HJ og RB en þar sem HJ mun láta af stjórnarsetu í vor losnar hennar sæti í ferðinni. ÓEJ lýsti yfir áhuga og ætlar að kanna hvort hann komist.

b. Erindi frá BHM vegna 60 ára afmælis bandalagsins. Óskað var eftir ábendingum um helstu áfanga í sögu FHSS. RB kannar málið.

c. Tillaga HHS. HHS lagði til að stjórn FHSS sendi BHM fyrirspurn um fjárhæð styrkja hjá félaginu og um þróun styrkupphæða undanfarin ár. Styrkir hjá BHM virðast nokkuð hógværir borið saman við önnur félög. Samþykkt að HHS gerði tillögu að fyrirspurn fyrir hönd stjórnar.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.

Fylgiskjal:  Verklagsreglur stjórnar FHSS í tengslum við ársreikning og reikninga félagsins (pdf)

Scroll to top