Fundargerð stjórnar FHSS 8. febrúar 2018

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 8. febrúar 2018
42. fundur

Fundartími: kl. 11:45-13:15
Fundarstaður: Fundarherbergi Halldórs, Þjónustuskrifstofu, Borgartúni 6 (BHM).
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Ólafur Egill Jónsson (ÓEJ) varaformaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Eiríkur Þorláksson (EÞ) varamaður og Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varamaður. Hjalti Einarsson frá þjónustuskrifstofu, sat fundinn að hluta.
Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir (HJ).
Fundarritari: HHS

1.Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi FHSS – umræður. 

a. Hjalti Einarsson kynnti þjónustu sem í boði er frá Maskínu. Stjórnin ákvað að FHSS muni nota þjónustu Maskínu til að láta fara fram rafræna kosningu um nýundirritað samkomulag.

b. Fundur var haldinn með trúnaðarmönnum 7. febrúar þar sem samkomulagið var kynnt.

c. Fundur verður haldinn með félagsmönnum til að kynna nýtt samkomulag föstudaginn 9.2.2018.

d. Fyrirspurn barst frá félagsmanni varðandi túlkun á ferðatíma. Nokkur umræða varð um túlkun á hugtakinu og mun stjórn skoða fyrirspurnina nánar.

e. Rætt var um ráðstöfun 200 m.kr. sem fjallað er um í bókun með samkomulaginu.

2. Stofnanasamningur FHSS – umræður.

Samþykkt var að stjórn félagsins myndi fljótlega kalla eftir viðræðum um endurnýjun stofnanasamnings þar sem skrifstofustjórar verða einnig undir.

3. Undirbúningur fyrir aðalfund FHSS 2018. 

a. SVÓ hefur tekið saman drög að verklagsreglum stjórnar FHSS í tengslum við ársreikning og reikninga félagsins. Stjórnin samþykkti drögin sem verklagsreglur sínar.

b. Til stendur að fara yfir verklagsreglur stjórnar.

c. Ákveðið að halda aðalfundinn 21.03.2018 kl. 11:30-13

d. Dagskrá aðalfundar rædd. Tvær stjórnarstöður eru lausar og embætti formanns sömuleiðis. Einnig þarf að kjósa einn aðila sem skoðunarmann reikninga.

e. Boða þarf fund með minnst einnar viku fyrirvara. Formaður tekur að sér að bóka sal, finna fundarstjóra og sjá til þess að fundarboð berist félagsmönnum tímanlega.

4. Önnur mál.

Fjöldi félaga hafa ekki skráð sig á póstlista FHSS. Rætt var hvort aðgerða sé þörf til að tryggja að félagsmenn fái nauðsynlegar upplýsingar. Ákveðið að fá aðstoð þjónustuskrifstofu við að nálgast félagana og gefa þeim kost á að vera á póstlista.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:15.

Scroll to top