Fundargerð stjórnar FHSS 7. febrúar 2019

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 7. febrúar 2019

Fundartími: kl. 12:00 – 13:30
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) varaformaður, Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) gjaldkeri, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari og Herdís Helga Schopka (HHS), vefstjóri
Fundarritari: SÖS

1. Fundargerð síðasta fundar, dags. 10. janúar 2019
Fundargerðin var samþykkt.

2. Launatöflur í tengslum við skrifstofustjóra innan FHSS
Rætt var almennt um launatöflur m.t.t. skrifstofustjóra innan FHSS. Ákveðið var að formaður myndi hafa samband við Sverri Jónsson, skrifstofustjóra á kjara- og mannauðssýslu ríkisins, varðandi röðun skrifstofustjóra í FHSS í launatöflur.

3. Skýrsla um kjarakönnun FHSS
Stjórnin ákvað að biðja Hjalta Einarsson, starfsmann á þjónustuskrifstofu, um að fresta í tvær vikur útgáfu á skýrslu byggðri á kjarakönnun félagsmanna FHSS þar sem von er á launatölum félagsmanna FHSS fyrir síðasta ársfjórðung 2018 svo skýrslan nái yfir lengra tímabil. Verði gögnin ekki kominn innan tveggja vikna verður skýrslan gefin út með þeim gögnum sem nú liggja fyrir, þ.e. til loka september 2018.

4. Vefsíða FHSS
HHS ræddi um gang mála varðandi nýjan vef félagsins. Verið er að afla tilboða frá utanaðkomandi aðilum og ætti niðurstaða að komin í málið mjög fljótlega.

5. Aðalfundur FHSS 2019
Rætt var almennt um undirbúning aðalfundarins. Ákveðið var að aðafundur félagsins yrði haldinn um miðjan mars nk. Ákveðið var að stjórnin myndi leggja höfuðið í bleyti varðandi leit að einstaklingum til að vera í kjörstjórn á aðalfundinum.

6. Önnur mál

  • Stjórnin samþykkti kaup á fána með merki félagsins. 
  • Stjórnin yfirfór og samþykkti endanlega uppfærðar verklagsreglur fyrir stjórnina.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:30.

Scroll to top