Fundargerð stjórnar FHSS 4. febrúar 2021

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 4. febrúar 2021 

Fundartími: kl. 12:00 – 12:45.
Fundarstaður: Microsoft Teams
Mætt: Friðrik Jónsson (FJ) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Kristján Eiríksson (KE) gjaldkeri, Kristín Arnórsdóttir (KA) ritari, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Benedikt Hallgrímsson (BH) varamaður, Jóhanna Norðdahl (JN) varamaður.
Fundarritari: KA.

1.Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt. 

2. Af vettvangi BHM
Rætt um áhuga nokkurra félaga til að styrkja og styðja við BHM. Þörf fyrir að efla heildarsamtökin og ná betri samstöðu. 

3. Af vettvangi FHS
Nýr starfsmaður þjónustuskrifstofunnar, Gauti, hefur hafið störf. Hann mun fara yfir vefsíður stéttarfélagana, og uppfæra vefsíðu FHSS. 

4. Staða mála varðandi stofnanasamning
Þjónustuskrifstofa FHS ekki viðstödd fundinn. Haldið var áfram að ræða um að stofnanir hafa margar lýst yfir óánægju með valmöguleikann í kjarasamningi um „önnur laun“ og að það taki ekki kjarasamningsbundnum hækkunum. 

5. Ákvörðun dagsetninga og framkvæmd aðalfundar
Ákveðið að halda rafrænan aðalfund um miðjan mars, samhliða því að leggja fram lagabreytingar um að halda rafrænan aðalfund og “leynilega kosningu” í stað “skriflegrar og leynilegrar kosningar”. 

6. Önnur mál

  • Félagsmenn hafa spurst fyrir fyrningu orlofs. KMR hefur héðan af haft þá vinnureglu að afskrifa allt sem er yfir 60 daga.
  • Stytting vinnuvikunnar, einhverjar stofnanir virðast ekki vera búnar að stytta. Stjórnin mun halda áfram að fylgjast með gangi mála.
  • Framboð stjórnarmanna SÖS og HHS til nefndarsetu í nefndum BHM samþykkt. 

Fleira var ekki til fært til bókar.

Scroll to top