Fundargerð stjórnar FHSS 29. ágúst 2019

Fundargerð stjórnar FHSS, fimmtudaginn 29. ágúst 2019

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir formaður (RB), Jóhanna Norðdahl (JN), Steinar Örn Steinarsson (SÖS) o Kristján Eiríksson (KE).
Fjarverandi: Herdís Helga Schopka, Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Fundarritari: RB.

1. Ákvörðun um fasta fundartíma fram að aðalfundi 2020
Ákveðið var að stjórnarfundir yrðu haldnir annan fimmtudag hvers mánaðar. RB sendir rafræn fundarboð.

2. Staða kjarasamningsviðræðna
Halldór og Hjalti kynntu stöðu mála í viðræðum BHM12 við ríkið og viðræður annarra félaga við Reykjavíkurborg og sveitarfélög.

3. Kynning fyrir stjórnir nýliða
Kynningarfundur verður haldinn 19. september nk. kl. 16-17:30. Halldór mun senda út fundarboð.

4. Önnur mál
RB mun biðja vefstjóra að bæta upplýsingum um nýja stjórn á heimasíðu félagsins og færa inn samþykktar fundargerðir sem enn vantar.
RB mun senda póst á skrifstofustjóra í FHSS og boða til fundar um þeirra mál. Ræða þarf sérstaklega launatöflumál.

Fundi slitið klukkan 13:00.

Scroll to top