Fundargerð stjórnar FHSS 26. mars 2019

Stjórnarfundur FHSS, þriðjudaginn 26. mars 2019

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir formaður, Herdís Helga Schopka vefstjóri, Steinar Örn Steinarsson ritari, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristján Eiríksson, Jóhanna Norðdahl varamaður og Sigurður Þór Baldvinsson varamaður.
Fundarritari: SÖS

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar, dags. 11. mars 2019.
Fundargerðin var samþykkt.

2. Stjórn skiptir með sér verkum
Stjórnin skipti með sér verkum og er svo skipuð: Ragnheiður Bóasdóttir formaður, Steinar Örn Steinarsson varaformaður, Herdís Helga Schopka vefstjóri, Kristján Eiríksson gjaldkeri og Ingibjörg Guðmundsdóttir ritari. Þá var ákveðið að Sigurður Þór Baldvinsson yrði fyrsti varamaður og Jóhanna Norðdahl yrði annar varamaður.

3. Ákvörðun um boðun stjórnarfunda
Stjórn ákvað dagsetningar næstu þriggja stjórnarfunda fram að sumarleyfi.

4. Umræður um aðalfund FHSS og helstu málefni framundan
Ákveðið var að fyrir næsta stjórnarfund yrði stjórnin búin að lesa yfir fundargerð aðalfundar FHSS. Rætt var um fyrirhugaðan fyrsta fund með viðræðunefnd samningsnefndar FHSS og samningsnefndar ríkisins. Ákveðið var að allir stjórnarmenn ásamt varamönnum myndu sitja í samningsnefnd FHSS. Enn fremur var ákveðið að starfsmenn þjónustuskrifstofu myndu líka sitja í samningsnefnd FHSS, þ.e. Halldór K. Valdimarsson, Hjalti Einarsson og Júlíanna Guðmundsdóttir. Ákveðið var að RB myndi stofna Teams hóp um samningsnefnd FHSS. Þá var fjallað um fyrirhugaðan fund með félagsmönnum FHSS þar sem rætt verður um kröfur félagsins í komandi kjarasamningsviðræðum.

5. Önnur mál
SÖS vakti athygli á því að mikilvægt væri að ítreka við Fjársýslu ríkisins að hefjast handa sem allra fyrst við að undirbúa lækkun félagsgjalda FHSS, sbr. samþykkta tillögu þess efnis frá síðasta aðalfundi, svo lækkunin skili sér til félagsmanna FHSS eins fljótt og kostur er.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.

Scroll to top