Fundargerð stjórnar FHSS 26. febrúar 2020

Vinnufundur stjórnar FHSS, miðvikudaginn 26. febrúar 2020

Fundartími: kl. 14:00 – 15:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 3. hæð, Borgartúni 6. (Skrifstofa Fræðagarðs)
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Kristján Eiríksson (KE) gjaldkeri, Herdís H. Schopka (HHS) vefstjóri, Jóhanna Norðdahl (JN) varamaður og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) varamaður.
Fundarritari: SÞB.

1.Yfirferð á samkomulagi við ríkið og vinna fram undan (ásamt starfsmönnum á skrifstofu).

  • BSRB hefur reiknað út mörghundruð þúsund króna launahækkun úr samningnum. Útreikningur byggði á því að breyta forsendum í launatöflu á milli fyrir og eftir samning.
  • Afturvirk hækkun sem félagsmenn fá 1. mars er einhverjir tugir þúsunda.
  • Launaskrið um tugi prósenta hefur orðið í stjórnarráðinu á stuttum tíma.
  • Mörg tækifæri í nýjum samningi til jákvæðrar launaþróunar.
  • Ef einhverjir þættir eru að baki fastrar yfirvinnu sem réttlæta hana, þá ætti hún frekar að fara inn í taxta.
  • Önnur laun eru uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara.
  • Bókun 5. Hvernig á að græja það? Þarf að fá mannauðsstjóra í lið með starfsmönnum og félagi.
  • Á fundi í síðustu viku var rætt um niðurstöðu félagsdóms í máli FÍN um mat á menntun. Rætt hvernig skuli lagfæra. Á fundinum voru bæði rekstrarstjórar og mannauðsstjórar.  Kom í ljós að launasetning er einstaklingsbundin, leynd og loðin. Mikilvægt að taka menntun inn í launasetningu.
  • Skv. upplýsingum frá KMR varðandi framkvæmd vinnutímastyttingar verða leiðbeiningar þar að lútandi ekki komnar 1. mars. Starfsstöð getur haft frumkvæði að samtali við KMR um vinnutímastyttingu.

2. Fyrstu skref í styttingu vinnutíma skv. samningi
RB mun hafa samband við framkvæmdastjóra ÞM og leggja drög að samkomulagi um vinnutímastyttingu.

3. Viðræður um að færa fasta yfirvinnu inn í taxta.
Verði hafnar á einstökum einingum.

4. Rekstur þjónustuskrifstofu
Rekstur þjónustuskrifstofu á árunum 2017 og 2018 var umfram framlög félaganna. Í rekstrauppgjöri þjónustuskrifstofu er 5 milljónir í neikvæðu eigin fé.  Stjórn þjónustuskrifstofunnar leggur til að greiða skuldina upp.  Hlutdeild FHSS í kostnaði við það er 779.654 kr.. Samþykkt.

5. Óhagræðisgreiðslur vegna ferðakostnaðar
Félagsmaður í félagi flugvirkja hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi um greiðslur óhagræðisgreiðslna. Niðurstaða í því máli gæti verið fordæmi fyrir öll stéttarfélög á Íslandi. Lagt er til að félögin fimm á þjónustuskrifstofunni leggi til framlag móti kostnaði við málaferlin sem nemur helmingi áætlaðs kostnaðar við málarekstur fyrir héraðsdómi. Hlutdeild FHSS nemur 488.810 kr. Samþykkt.

6. Undirbúningur aðalfundar
Formaður mun senda út fyrstu tilkynningu um aðalfundartíma þann 27. og 28. febrúar. Búið er að taka frá fundarsal. Stjórnarmenn þurfa að gera upp hug sinn um framboð sín til embætta.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 15:00.

Scroll to top