Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 21. ágúst 2020
Fundartími: kl. 10:30 – 12:00.
Fundarstaður: Húsnæði þjónustuskrifstofu.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Kristján Eiríksson (KE) gjaldkeri og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) varamaður.
Fundarritari: SÞB.
1.Fundargerðir
Fundargerð fundar 11. júní ófrágengin.
2. Undirbúningur aðalfundar FHSS 17. september 2020
Búið er að taka frá fundarsali í Borgartúni. Mikilvægt er að fá upplýsingar um fjölda fundarmanna tímanlega til að hægt sé að tryggja fjöldi fari ekki yfir sóttvarnamörk. Ræddar voru leiðir til að tryggja rétt allra félagsmanna til að taka þátt í aðalfundi ef fundurinn rekst á stærðartakmörk. Haft verður samráð við þjónustuskrifstofu um fyrirkomulag á því.
Reikningar eru tilbúnir. Skýrsla formanns er tilbúin til yfirlestrar.
3. Framhaldsaðalfundur BHM
Fulltrúar FHSS á framhaldsaðalfundi BHM munu hittast u.þ.b. 2 vikum fyrir fundinn til skrafs og ráðagerða. Eitt sæti er laust í stjórn BHM.
4. Stytting vinnuviku
Þjónustuskrifstofan hefur sent KMR lista yfir þær stofnanir þar sem félagar eru tilbúnir að undirrita samkomulag um vinnutímastyttingu. Vonbrigði eru að ekki gangi hraðar að ganga frá styttingunni.
5. Önnur mál
Samþykkt var ályktun um málshöfðun ráðherra gegn félagsmanni sem birt verður á vef.
6. Næsti fundur stjórnar
Formaður boðar fund í næstu viku til undirbúnings aðalfundar.
Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 12:00.