Fundargerð stjórnar FHSS 20. apríl 2020

Stjórnarfundur FHSS, mánudaginn 20. apríl 2020

Fundartími: kl. 10:30 – 11:15.
Fundarstaður: Fjarfundur í Teams
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Kristján Eiríksson (KE) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka, (HHS) vefstjóri,  Jóhanna Norðdahl (JN) varamaður og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) varamaður.
Fundarritari: SÞB.

1.Stytting vinnutíma í kjölfar kjarasamninga
Rætt um næstu skref við styttingu vinnutíma. BSRB félög hafa nú samþykkt samning með sambærilegum ákvæðum og eru í samningum BHM félaga.

2. Breytingar á starfsliði þjónustuskrifstofu.
Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra í 50% starf á þjónustuskrifstofu rann út fyrir stuttu. 25 sóttu um. Formenn búnir að fara yfir umsóknir. Capacent skilar í dag niðurskornum lista. Á eftir að ákveða hvernig viðtölum verður háttað. Verið að leita að starfsmanni með víðtæka reynslu og þekkingu á störfum stéttarfélaga. Starf Halldórs minnkar niður í 50% og hann verður fjármálastjóri. Enn vantar einn starfsmann í verkefnastjórnun með hinum starfsmönnunum og verður sú staða líklega auglýst í haust.

3. Undirbúningur aðalfundar BHM
Aðalfundur BHM verður haldinn 27. maí 2020 og verður fjarfundur. En áður verður kosið í embætti varaformanns með rafrænni kosningu. Tveir hafa boðið sig fram og kynningarbréf vegna framboðs þeirra verið sent stjórn. Á næsta formannafundi BHM verður rætt hver af venjulegum aðalfundarstörfum BHM verða á dagskrá fundarins. Óhjákvæmilegt er að sleppa einhverjum dagskrárliðum þar sem mjög erfitt er að koma þeim við á fjölmennum fjarfundi.

4. Önnur mál
Fréttir af samningum BHM félaga: Í síðustu viku skrifuðu 11 aðildarfélög BHM undir samning við ríkið. Í atkvæðagreiðslu um samninginn samþykktu átta félög hann en þrjú felldu. Félag geislafræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga og Félag lífeindafræðinga felldu samninginn.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 11:15.

Scroll to top