Stjórnarfundur FHSS, föstudaginn 2. nóvember 2018
Fundartími: kl. 11:30 – 13:00 Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) varaformaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB), varamaður.
Fundarritari: SÖS
Fjarverandi: Herdís Helga Schopka.
1. Fundargerð síðasta fundar, dags. 9. október 2018:
Fundargerðin var samþykkt.
2. Stjórn skiptir með sér verkum:
Ákveðið var að Sigurður Þór myndi taka sæti gjaldkera í staðinn fyrir Eirík Þorláksson þar sem Eiríkur mun ljúka störfum hjá Stjórnarráðinu á næstunni.
3. Ákvörðun um ráðstöfun fjármagns v/bókunar 6:
Formanni falið að ganga frá málinu gagnvart kjara- og mannauðssýslu ríkisins.
4. Kjarasamningar – umræður um málefnahópa:
Minnst var á að stjórnin ætlar að senda könnun á félagsmenn FHSS varðandi þær áherslur sem samninganefndin ætti að leggja áherslu á í komandi kjarasamningsviðræðum. Þá stefnir stjórnin að því að funda með trúnaðarmönnum og kalla eftir sjónarmiðum þeirra um áherslur.
Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.