Fundargerð stjórnar FHSS 19. maí 2020

Stjórnarfundur FHSS, þriðjudaginn 19. maí 2020 

Fundartími: kl. 14:15 – 15:00.
Fundarstaður: Fjarfundur á Teams
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Kristján Eiríksson (KE) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Jóhanna Norðdahl (JN) varamaður og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) varamaður.
Fundarritari: SÞB.

1.Fundargerðir 

  • Fundargerð fundar 12. desember 2019 var samþykkt.
  • Fundargerð fundar 9. janúar 2020 var samþykkt.
  • Fundargerð fundar 26. febrúar 2020 var samþykkt.
  • Fundargerð fundar 12. mars 2020 var samþykkt.
  • Fundargerð fundar 20. apríl 2020 var samþykkt.

2. Undirbúningur rafræns aðalfundar BHM 27. maí 2020   
FHSS á 9 sæti á aðalfundi. Engin gögn eru komin inn á vef fundarins enn. Formaður sendir boð á undirbúningsfund stjórnar fyrir fundinn þegar þau eru komin. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði stuttur, þar sem afgreidd verða nauðsynlegustu mál og síðan verði honum frestað.  Formaður BHM er að kanna heppilegan tíma fyrir framhalds-aðalfund.

3. Stytting vinnuviku     
Formaður hefur haft samband við forstöðumann Þýðingamiðstöðvar um að búa til samkomulag um styttingu vinnutíma. Engin ástæða er til að fresta því frekar þó að leiðbeiningar hafi ekki borist frá kjara- og mannauðssýslunni. Leiðbeiningarnar áttu að koma 1. mars s.l. Þann 1. janúar 2021 á ákvörðun um vinnutímastyttingu að hafa tekið gildi.

4. Þóknanir fyrir fundasetu fyrri hluta ársins 2020   
Gjaldkeri safnar tölum frá stjórnarmönnum um fundarsetu. Greiðsla fyrir þær berst í síðasta lagi 1. júlí 2020.

5. Önnur mál   
a. Dagsetning aðalfundar FHSS. Stefnt er að því að halda aðalfund um miðjan september 2020. Haft verður samband við undirbúningsnefndina í ágúst til að yfirfara hvort framboð til embætta standi.
b. Ráðning nýs framkvæmdastjóra þjónustuskrifstofu. Georg Brynjarsson var verið ráðinn úr hópi 23 umsækjenda og tekur til starfa 1. september. Halldór verður fjármálastjóri í 50% starfi. Enn er ekki búið að taka ákvörðun um hvort og hvernig verði ráðið í stöðu sem Guðrún Sigurjónsdóttir var í og er enn er laus. Búast má við að kröfur á þjónustu skrifstofunnar aukist á næstunni, ekki síst vegna sjálfstætt starfandi sérfræðinga.
c. Rætt um mikilvægi þess að halda skrá yfir skipunartíma trúnaðarmanna. Hún verði notuð til að hnippa í trúnaðarmenn til að endurnýja umboð sitt eða láta það af hendi til nýs trúnaðarmanns. Ef umboð trúnaðarmanns er framlengt þarf hann að tilkynna það aftur til félagsins.

6. Næsti fundur stjórnar   
Haldinn verður fundur í júní. Meðal efnis fundar er að líta til starfs næsta vetrar og leggja upp fyrstu drög að því.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 15:00.

Scroll to top