Fundargerð stjórnar FHSS 16. apríl 2019

Fundargerð stjórnar FHSS, þriðjudaginn 16. apríl 2019

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir formaður (RB), Ingibjörg Guðmundsdóttir ritari (IGU), Steinar Örn Steinarsson varaformaður (SÖS), Herdís Helga Schopka vefstjóri (HHS), Kristján Eiríksson gjaldkeri (KE).
Fundarritari: IGU.

1. Fundargerðir síðasta fundar (26. mars 2019) og aðalfundar ( 20. mars 2019 )
Skoðast samþykktar.

2. Skipulag funda samninganefndar FHSS.
Almenn umræða um helstu áherslur félagsins í kjaraviðræðum.

3. Skýrsla um launakönnun FHSS.
Hjalti Einarsson, verkefnastjóri og vinnusálfræðingur mætti á fundinn og kynnti fyrstu drög að skýrslu um stöðu launamála hjá félagsmönnum FHSS í aðdraganda kjarasamninga 2019.
Stefnt er að því að birta skýrsluna eftir páska.

4. Vefsíða FHSS
HHS upplýsti um gang mála varðandi samninginn, samningurinn er samþykktur og vinna við nýjan vef er hafin.

5. Önnur mál
RB mun fylgja eftir tilkynningu um lækkun félagsgjalda til Fjársýslunnar.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00

Scroll to top