Fundargerð stjórnar FHSS 16. ágúst 2018

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudagur 16. ágúst 2018

Fundartími: kl. 13:00 – 14:30.
Fundarstaður: Fundarherbergi 3. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Ólafur Egill Jónsson (ÓEJ) varaformaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri og Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari.
Fundarritari: SÖS.

 

1.Fundargerð síðasta fundar, 5. júní 2018 
Fundargerðin var samþykkt af hálfu stjórnarinnar.

2. Breytingar í stjórn FHSS  
Rætt var um breytingar í stjórninni í ljósi þess að ÓEJ er að ljúka störfum hjá Stjórnarráðinu og hvernig verkaskiptingu innan stjórnarinnar yrði háttað í kjölfarið. Gengið var út frá því að fyrsti varamaður taki sæti sem aðalmaður í stjórninni frá og með 1. sept. nk.

3. Kjarasamningsvinna – ýmis mál  
Rætt var almennt um kjarasamningsvinnuna sem er framundan. Þá var ákveðið að stjórnin myndi óska eftir því að gerð yrði greining í skýrsluformi á launaþróun félagsmanna FHSS frá 1. júní 2017 til 1. september 2018 og jafnframt var áréttað mikilvægi þess að skrifstofustjórar innan FHSS yrði hafðir aðskildir við greininguna.

4. Könnun um vefsíðunotkun – niðurstöður og næstu skref  
Niðurstaða könnunarinnar, sem FHSS lét gera um vefsíðunotkun félagsins, var rædd ásamt þeim athugasemdum þátttakendur könnunarinnar gerðu um vefsíðuna. Vilji var til staðar hjá stjórninni um að gerð yrði ný vefsíða frá grunni sem yrði hagkvæmari fyrir félagsmenn FHSS og einfaldari í sniðum. HHS var falið að vinna málið áfram og leita eftir tilboðum í gerð nýrrar vefsíðugerð.

5. Önnur mál  
Umræða átti sér stað hvort þörf væri á endurskoðun reikninga félagsins og hvernig standa ætti að slíkri endurskoðun. SVÓ var falið að skoða málið.

 

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 14:30.

Scroll to top