Fundargerð stjórnar FHSS 15. nóvember 2017

Stjórnarfundur FHSS, miðvikudaginn 15. nóvember 2017
41. fundur

Fundartími: kl. 11:45-13:15
Fundarstaður: Fundarherbergi Halldórs, Þjónustuskrifstofu, Borgartúni 6 (BHM).
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Ólafur Egill Jónsson (ÓEJ) varaformaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri og Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varamaður.
Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir (HJ) ritari.
Fundarritari: Steinar Örn Steinarsson.

1.Fundargerðir síðustu funda (22. ágúst, 14. september og 12. október 2017).

Fundargerðirnar væru ræddar og samþykktar af hálfu stjórnarinnar.

2. Frásögn af aukaaðalfundi BHM.

Stjórnin ræddi aukaaðalfund BHM sem haldinn var 1. nóvember sl. Fram kom að ný stefna BHM hafi verið samþykkt á fundinum.

3. Frásögn af formannaráðsfundi og stjórnarfundi þjónustuskrifstofu 9. nóv.

SVÓ sótti formannaráðs- og stjórnarfundi þjónustuskrifstofunnar í forföllum formanns og sagði frá því sem fram fór. Á formannaráðsfundinum var m.a. rætt um desemberuppbót félagsmanna FHSS í ljósi þess að ekki væri búið að ljúka kjaraviðræðum. Jafnframt var fjallað um hvort BHM hefði heimild til að senda upplýsingar til allra félagsmanna sinna ásamt meðhöndlun upplýsinga. Á stjórnarfundi þjónustuskrifstofu var rætt um kjarasamningsmál, hvaða félög ætla að fara saman í kjaraviðræður og það að FHSS teldi hagsmuni sína best tryggða með því að vera ekki í félagi við aðra í kjaraviðræðum. Jafnframt var rætt um stofnanasamningsformið.

4. Stöðutaka um kjaraviðræður og tengd mál. 

RB mun boða fund í samninganefnd FHSS þegar tilefni verður til.

5. Önnur mál. 

Á 40. stjórnarfundi þann 12. október sl. tók Hjalti Einarsson, starfsmaður á þjónustuskrifstofunni, að sér að skoða launatöflur m.t.t. innkomu skrifstofustjóra í FHSS og rýna launaþróun þeirra undir Kjararáði undanfarinn áratug. Ákveðið var að RB sendi HE fyrirspurn til að kanna hvernig verkinu miði.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:15

Scroll to top