Fundargerð stjórnar FHSS 14. september 2017

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 14. september 2017

39. fundur

 

 

Fundartími: kl. 11:45-13:15

Fundarstaður: Fundarherbergi Halldórs, Þjónustuskrifstofu, Borgartúni 6 (BHM).

Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður,  Ólafur Egill Jónsson (ÓEJ) varaformaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Eiríkur Þorláksson (EÞ) varamaður og Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varamaður.  Halldór K. Valdimarsson, framkv.stj. þjónustuskrifstofu, sat fundinn að hluta.

Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir (HJ).

Fundarritari: Eiríkur Þorláksson

 

1.Fundargerðum síðustu funda frestað.

2. Greint var frá fundum viðræðunefndar FHSS með viðræðunefnd samninganefndar ríkisins (SNR) en fram hafa farið tveir fundir nefndanna, þ.e. 5. og 13. september. Samþykkt að greinargerð frá fundunum verði dreift til allra fulltrúa í samninganefnd FHSS.

3. Almennar umræður um kjaraviðræðurnar, bæði hvað varðar málefni sem snúa að FHSS sérstaklega og að BHM félögum almennt.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:15.

 

Scroll to top