Fundargerð stjórnar FHSS 14. nóvember 2019

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 14. nóvember 2019 

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Kristján Eiríksson (KE) gjaldkeri og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) varamaður.
Fundarritari: SÞB.

1.Undirbúningur samráðsfunda um samning sem var felldur
Búið að bóka flesta fundartíma sem eru lausir í vikunni 18.-22. nóv.  Formaður og að lágmarki einn annar stjórnarmaður og einn starfsmaður af þjónustuskrifstofunni koma á hvern fund.

2. Fyrsti fundur með samninganefnd ríkisins
Fyrsti fundur með samninganefnd ríkisins (SNR) verður 18. nóvember. Markmið hans er að búa til nýja viðræðuáætlun og setja niður fundartíma.

3. Önnur mál
Spurt um önnur mál sem varða kjör félagsmanna, en eru ekki inni í samningaviðræðum, t.d. breytingar á LÍN. Engar nýjar fréttir.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl.13:00.

Scroll to top