Fundargerð stjórnar FHSS 13. september 2018

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudagur 13. september 2018

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 3. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri og Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari.
Forföll: Eiríkur Þorláksson.
Fundarritari: SÖS.

1. Fundargerð síðasta fundar, dags. 16. ágúst 2018
Fundargerðin, með síðari breytingum, var samþykkt.

2. Fundargerð aðalfundar, dags. 21. mars 2018
Fundargerðin, með eilitlum breytingum, var samþykkt.

3. Kjarasamningavinna – málefnahópar
Rætt var um það sem fram kom á síðasta sameiginlega fundi stjórna BHM, dags. 5. september sl., varðandi þá ákvörðun að stofna nokkra málefnahópa. Sú vinna er ekki hafin. Þá var borin upp sú hugmynd að FHSS myndi standa fyrir opnum fundi fyrir félagsmenn FHSS þar sem þeim gæfist kostur á að koma á framfæri skoðunum sínum varðandi áherslur stjórnar FHSS í komandi kjarasamningsviðræðum.

4. Önnur mál

  • Launasetning FHSS. Hjalti Einarsson mætti á fundinn og var honum falið það verkefni að gera samantekt um launamál FHSS og skila skýrslu til stjórnarinnar þann 1. október. nk.
  • Rætt um mál félagsmanns. RB var falið að ljúka málinu.
  • Rætt um kostnað við endurskoðun reikninga félagsins.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.

Scroll to top