Fundargerð stjórnar FHSS 13. febrúar 2019

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 13. febrúar 2019

Fundartími: kl. 12:00 – 13:30
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) varaformaður, Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) gjaldkeri, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari og Herdís Helga Schopka (HHS), vefstjóri
Fundarritari: SÖS

1. Fundargerð síðasta fundar, dags. 7. febrúar 2019
Fundargerðin var samþykkt.

2. Umræður um undirbúning aðalfundar FHSS
Rætt var almennt um undirbúning fyrirhugaðs aðalfundar FHSS í marsmánuði nk. Stjórnin skipti m.a. með sér verkum varðandi undirbúninginn og jafnframt var ákveðið að formaður myndi hafa samband við nokkra fulltrúa varðandi skipan kjörstjórnar fyrir aðalfundinn.

3. Önnur mál

  • HHS bar undir stjórnina þau tilboð sem borist höfðu varðandi gerð nýs vefs félagsins en þau voru samtals sjö talsins. Stjórnin samþykkti að taka tilboði sem dagsett er þann 7. febrúar 2019.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.

Scroll to top