Fundargerð stjórnar FHSS 13. desember 2018

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudagur 13. desember 2018

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00 Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) varaformaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari og Herdís Helga Schopka (HHS), vefstjóri
Fundarritari: SÖS
Fjarverandi: Sigurður Þór Baldvinsson gjaldkeri.

1. Fundargerð síðasta fundar, dags. 2. nóvember 2018
Fundargerðin var samþykkt.

2. Umræða um launatölfræði og aðgang að gagnagrunni BHM
Málið var rætt og stjórnin bíður eftir frekari upplýsingum frá Georgi Brynjarssyni, hagfræðingi BHM, um næstu skref.

3. Umræða um kjarakönnun FHSS
Formaður lagði fram ýmis gögn sem safnast hafa í undirbúningi næstu kjarasamninga og ákveðið var að stjórnarmenn myndu koma ábendingum á framfæri til formanns um það hvort þeir vildu gera breytingar á kjarakönnun sem lögð var fyrir félagsmenn á síðasta ári, áður en sambærileg kjarakönnun yrði gerð eftir áramót.

4. Önnur mál

  • Vegna umræðna um skráningar í Vinnustund mun formaður hafa samband við launasvið fjársýslunnar og leita upplýsinga hvernig stilling Vinnustundarinnar er háttað eftir ráðuneytum.
  • Formaður tók upp umræðu um endurskoðun á ársreikningi félagsins og tilboð þess efnis frá Ernest og Young. Stjórnin samþykkti að undirbúa fyrir næsta aðalfund FHSS tillögu að breytingu á lögunum til þess að félagið geti verið full endurskoðað.
  • Ákveðið var að fela gjaldkera að ganga frá árlegri greiðslu til trúnaðarmanna og skoðunarmanna. Gjaldkera var jafnframt falið að undirbúa tillögu fyrir næsta aðalfund FHSS um breytt greiðslufyrirkomulag, í samræmi við athugasemdir frá félagslega kjörnum endurskoðendum í tengslum við síðasta ársreikning.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.

Scroll to top