Fundargerð stjórnar FHSS 12. október 2017

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudagur 12. október 2017

40. fundur

Fundartími: kl. 12:15-13:45

Fundarstaður: Fundarherbergi Halldórs, Þjónustuskrifstofu, Borgartúni 6 (BHM).

Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Ólafur Egill Jónsson (ÓEJ) varaformaður og Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri.

Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir ritari.

 

1.Fundargerðir síðustu stjórnarfunda 

Frestað til næsta fundar.

2. Kjarasamningur og stofnanasamningur 

a. Samningar félagsins

Fyrir liggur að aðlaga samninga félagsins að því að skrifstofustjórar komi inn í félagið en þeir heyrðu áður undir ákvarðanir Kjararáðs. RB hefur, að fengnu umboði stjórnar FHSS, rætt við Öldu Hrönn Jóhannesdóttur , formann Félags lögfræðinga, sem er í svipaðri stöðu og FHSS. Hjalti Einarsson, starfsmaður á þjónustuskrifstofunni, tók að sér að skoða launatöflur m.t.t. innkomu skrifstofustjóra og einnig tók hann að sér að rýna ákvarðanir Kjararáðs um kjör þessara starfsmanna undanfarinn áratug og rökstuðning ráðsins fyrir þeim breytingum sem urðu á tímabilinu.

b. Fyrirspurnir varðandi samflot í kjarasamningum 

Fyrirspurn hefur borist frá öðru aðildarfélagi BHM um samflot þess félags og FHSS í komandi kjaraviðræðum við ríkið. Boðað hefur verið til fundar um það mál í byrjun nóvember.

c. Stofnanasamningur 

Ekkert hefur heyrst frá fulltrúum fjármálaráðuneytis um breytingu á stofnanasamningitil að kanna hvort og þá hvernig þyrfti að breyta stofnanasamningi með innkomu þeirra sem áður heyrðu undir Kjararáð í FHSS.

3. Aukaaðalfundur BHM 

Boðað hefur verið til aukaaðalfundar BHM 1. nóvember næstkomandi. Búið er að vinna fram tillögur að nýrri stefnu BHM sem verða ræddar á aukaaðalfundinum. FHSS á 8 sæti á aðalfundinum og mikilvægt er að þær verði mannaðar.

4. Önnur mál 

Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30.  Fundargerð ritaði HHS.

Scroll to top