Fundargerð stjórnar FHSS 12. mars 2020

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 12. mars 2020

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Kristján Eiríksson (KE) gjaldkeri, Jóhanna Norðdahl (JN) varamaður, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Halldór Valdimarsson (HV) framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu sat fundinn að hluta
Fundarritari: RB.

1.Athugasemdir skoðunarmanna vegna reikninga FHSS 2019
Ákveðið var að Kristján gjaldkeri FHSS og Halldór framkvæmdastjóri myndu vinna svör við athugasemdum skoðunarmanna.

2. Aðalfundur FHSS 2020
Rætt um að seinka fundinum vegna yfirvofandi samkomubanns. Ákveðið var að formaður fengi Önnu á þjónustuskrifstofunni til að senda póst á FHSS um að stefnt væri að fundi 12. apríl 2020, þó með þeim fyrirvara að samkomubann leyfði staðbundinn fund. Fundarfólk var sammála um að ekki væri heppilegt að slíkur fundur væri haldinn með fjarfundarsniði.

Fleira var ekki fært til bókar.

Scroll to top