Fundargerð stjórnar FHSS 12. desember 2019

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 12. desember 2019 

Fundartími: kl. 09:30 – 11:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) varaformaður, Kristján Eiríksson (KE) gjaldkeri, Jóhanna Norðdahl (JN) varamaður og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) varamaður.
Fundarritari: SÞB.

1.Fundargerð síðasta fundar, dags. 14. nóvember 2019 
Fundargerðin var samþykkt.

2. Fundur með starfsmönnum Þýðingamiðstöðvar (ÞM) í utanríkisráðuneytinu 11. desember 
RB sagði í stuttu máli frá fundinum. Rætt var um launasetningu og starfalýsingar. Stjórn og starfsmenn skrifstofu munu styðja við vinnu starfsmanna ÞM í vinnu við endurskoðun launasetningar.

3.  Undirbúningur fyrir fund með samninganefnd ríkisins 
Farið yfir skilaboð frá starfsmönnum sem komu fram á samráðsfundum stjórnar í kjölfar þess að samningur frá í október var felldur. Þau verða tekin upp á fundi með SNR. Undir lok fundar ræddi RB við formann SNR í síma um fundarefni.

4. Kynningarfundur á samningsdrögum 
Rætt um fyrirkomulag kynningar á þeim atriðum sem náðst hefur samkomulag um breytingar á. Haldinn verður fundur fyrir alla félagsmenn í hádeginu 16. desember í Borgartúni 6.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 11:00.

Scroll to top