Fundargerð stjórnar FHSS 12. apríl 2018

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 12. apríl 2018

 

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00
Fundarstaður: Fundarherbergi 2. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) gjaldkeri, Herdís Helga Schopka (HHS) vefstjóri, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari, og Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB), varamaður.
Fjarverandi: Ólafur Egill Jónsson (ÓEJ).
Fundarritari: SÖS.

1.Fundargerð síðasta fundar (28. mars 2018)

Lið frestað til næsta fundar.

2. Verklagsreglur stjórnar

Farið var ítarlega yfir núgildandi verklagsreglur og ákveðið var að gera eftirfarandi efnisbreytingar, ásamt minniháttar lagfæringum á málfari og innsláttarvillum:

 • málsl. 1. mgr. 2. gr. orðast svo: Formaður er kosinn á aðalfundi en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum.
 • Í stað orðsins „miðstjórn“ í 1. og 2. máls. 2. mgr. 3. gr. kemur: formannaráð.
 • Skammstöfunin „a.m.k.“ í 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. fellur brott.
 • Í stað orðsins „jafnaðarlega“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. kemur: að jafnaði.
 • máls. 1. mgr. 5. gr. fellur brott.
 • málsl. 2. mgr. orðast svo: Fundarboð skal vera rafrænt.
 • Í stað orðanna „Mikilvæga ákvörðun“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. kemur: Meiriháttar ákvarðanir.
 • F- liður 3. málsl. 1. mgr. 7. gr. fellur brott.
 • málsl. 3. mgr. 7. gr. fellur brott.

Ritara var falið að gera ofangreindar breytingar. Þá var ákveðið að leggja verklagsreglurnar, með síðari breytingum, fyrir stjórnina á næsta stjórnarfundi til undirritunar og birtingar.

3. Vefsíða FHSS

HHS fjallaði um fyrirhugaða þjónustukönnun á notkun félagsmanna á heimasíðu FHSS vegna fyrirhugaðrar uppfærslu heimasíðunnar. Stjórnin ákvað að gera minniháttar breytingar á röðun spurninga í þjónustukönnuninni ásamt því að bæta við bakgrunnsspurningum, þ.e. aldur, kyn og lengd félagsaðildar í FHSS. Þá var sérstaklega rætt mikilvægi þess að svör félagsmanna væru ekki persónugreinanleg og lagt var til að HHS myndi ræða við Hjalta Einarsson á þjónustuskrifstofu FHSS um að tryggja þetta. Einnig var rætt um næstu skref varðandi uppfærslu heimasíðunnar og var ákveðið að tekin yrði frekari afstaða eftir að niðurstaða þjónustukönnunarinnar liggur fyrir.

4. Önnur mál FHSS 

 1. Rætt var um stefnumótun FHSS í tengslum við næstu kjarasamningsgerð. Í því samhengi þyrfti að ákveða fljótlega hvernig haga skuli samráði stjórnarinnar við félagsmenn FHSS um samningsmarkmið og kröfur félagsins. Stefnt er að því að fara í málefnavinnu í september/október nk. til að undirbúa samningavinnu.
 2. RB tók fram að hún væri komin með eintak af kjarasamningnum, með síðari breytingum, til yfirlestrar og hún muni jafnframt senda á stjórnarmenn slíkt eintak til yfirlestrar.
 3. RB ræddi um verkefni stjórnarinnar fyrir næsta aðalfund sem væri að lesa yfir núgildandi lög FHSS og gera tillögur að breytingum.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 12:55.

Scroll to top