Fundargerð stjórnar FHSS 11. mars 2019

Stjórnarfundur FHSS, mánudaginn 11. mars 2019

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) varaformaður, Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) gjaldkeri, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari og Herdís Helga Schopka (HHS), vefstjóri
Fundarritari: SÖS

1. Fundargerð síðasta fundar, dags. 13. febrúar 2019
Fundargerðin var samþykkt.

2. Undirbúningur aðalfundar FHSS
Rætt var almennt um undirbúning aðalfundar FHSS, ársskýrslu félagsins, ársreikning o.fl. Halldór K. Valdimarsson, framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu FFSS, var boðaður á fundinn og rætt var við hann um framkvæmd og fyrirkomulag aðalfundarins. Þá var ákveðið að formaður félagsins myndi vera í sambandi við þá sem fengnir hafa verið til að taka að sér undirbúning fyrir kosningar í trúnaðarstörf á aðalfundi.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.

Scroll to top