Fundargerð stjórnar FHSS 11. júní 2019

Fundargerð stjórnar FHSS, þriðjudaginn 11. júní 2019

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00.
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6.
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir formaður (RB), Ingibjörg Guðmundsdóttir ritari (IGU), Steinar Örn Steinarsson varaformaður (SÖS), Herdís Helga Schopka vefstjóri (HHS), Jóhanna Norðdal varamaður (JN).
Fundarritari: IGU.

1. Fundargerðir tveggja síðustu funda (16. apríl og 14. maí 2019)
Fundargerðir þessara daga eru samþykktar.

2. Staða kjarasamningsviðræðna
Ragnheiður formaður stjórnar, Steinar Örn og Herdís Helga fara yfir stöðu og gang mála varðandi fundi sem hafa verið við samningarnefnd ríkisins. FHSS eru þátttakendur í BHM12, sem er samvinnuverkefni tólf félaga innan BHM undir forystu formanns BHM.

3. Launakönnun FHSS
Launakönnun hefur verið birt.

4. Önnur mál
Minnt er á framhalds-aðalfund BHM sem er 20. júní nk.

 

Scroll to top