Fundargerð stjórnar FHSS 10. janúar 2019

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudagur 10. janúar 2019

Fundartími: kl. 11:30 – 13:00
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6
Mætt: Ragnheiður Bóasdóttir (RB) formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ) varaformaður, Sigurður Þór Baldvinsson (SÞB) gjaldkeri, Steinar Örn Steinarsson (SÖS) ritari og Herdís Helga Schopka (HHS), vefstjóri
Fundarritari: SÖS

1. Fundargerð síðasta fundar, dags. 13. desember 2018
Fundargerðin var samþykkt.

2. Kjararáðstefna BHM 15. janúar 2019
Ákveðið var að fulltrúar úr stjórn FHSS myndu mæta á fundinn.

3. Samninganefnd FHSS
Stjórnin er sammála um að eftir næsta aðalfund FHSS verði lagt til að samninganefndin verði skipuð stjórnarmönnum FHSS, ásamt varamönnum hennar, og fulltrúum þjónustuskrifstofunnar.

4. Viðræðuáætlun FHSS og ríkisins
Ákveðið var að formaður muni kanna hjá þjónustuskrifstofunni hvenær viðræðuáætlun þurfi að liggja fyrir vegna kjaraviðræðna við samninganefnd ríkisins. Þá var minnst á að dusta þurfi rykið af eldri kröfugerð FHSS gagnvart samninganefnd ríkisins svo hægt sé með góðu móti að hafa nýja kröfugerð tilbúna þegar þar að kemur.

5. Skýrsla um kjarakönnun FHSS 
Formaður lagði til breytingatillögur handa Hjalta Einarssyni, hagfræðingi BHM, á könnuninni handa félagsmönnum. Stefnt er að því að senda könnunina til félagsmanna í næstu viku.

6. Vefsíða FHSS 
HHS var falið að vinna undirbúningsvinnu við endurhönnun á vefsíðu FHSS í samvinnu við m.a. Björn Sigurðsson vefstjóra Stjórnarráðsins. Stjórnin ákvað að stefnt yrði að opnun nýrrar vefsíðu fyrir næsta aðalfund FHSS.

4. Önnur mál

  • Rætt um undirbúning aðalfundar. SVÓ og SÞH var falið fyrir næsta stjórnarfund að skoða tillögu til ákvörðunar um upphæð félagsgjalda á næsta aðalfundi FHSS. Jafnframt var SVÓ og SÖS falið að skoða aðrar tillögu til annarra lagabreytinga.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 13:00.

Scroll to top