Fundargerð stjórnar FHSS 1. október 2020

Stjórnarfundur FHSS, fimmtudaginn 1. október 2020 

Fundartími: kl. 11:30 – 12:45.
Fundarstaður: Fundarherbergi 4. hæð, Borgartúni 6
Mætt: Friðrik Jónsson (FJ) formaður, Steinar Örn Steinarsson (SÖS), Herdís Helga Schopka (HHS), Kristján Eiríksson (KE), Kristín Arnórsdóttir (KA), Jóhanna Norðdahl (JN) og Benedikt Hallgrímsson (BH).
Fundarritari: SÖS.

1.Fundargerð síðasta fundar, 17. september 2020
Fundargerð síðasta aðalfundar samþykkt

2. Skipting verka stjórnarmanna
Stjórnin ákvað að skipting verka innan stjórnarinnar yrði með eftirfarandi hætti: SÖS varaformaður, KE gjaldkeri, HHS vefstjóri og KA ritari.

3. Önnur mál 

  • FJ fjallaði um fundi með formanni BHM og formannafundi BHM.
  • Almenn umræða um orlofsmál á grundvelli nýsamþykkts kjarasamnings o.fl. atriði því tengdu.
  • Næstu fundartímar nýrrar stjórnar.

Fleira var ekki til umræðu á fundinum, sem lauk kl. 12:45.

Scroll to top