Undirritun samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi FHSS og ríkisins

Ágæta félagsfólk.

Í dag, þriðjudaginn 4. febrúar 2020, skrifaði Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins undir samkomulag um framlengingu á kjarasamningi við fjármála- og efnahagsráðherra f. h. ríkissjóðs. Samkomulagið gildir til 31. mars 2023. Fyrstu launabreytingar eru afturvirkar til 1. apríl 2019. Samkomulagið fylgir hér í viðhengi.

Kynningarfundir verða haldnir sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 kl. 15:30-16:30 í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4 – Glaumbær á 4. hæð
  • Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 kl. 15:30-16:30 í félags- og heilbrigðisráðuneyti, Skógarhlíð 6 – Skógurinn á jarðhæð
  • Mánudaginn 10. febrúar 2020 kl. 15:30-16:30 í utanríkisráðuneyti, Rauðarárstíg 25 – Garður norður og suður
  • Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl. 15:30-16:30 í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Skúlagötu 4, fyrirlestrarsalur á jarðhæð

Á kynningarfundunum verður farið yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið til mæta athugasemdum frá félagsfólki á því samkomulagi sem fellt var í nóvember sl.

Rafræn kosning um samkomulagið verður frá kl. 9 miðvikudaginn 12. febrúar til kl. 12 föstudaginn 14. febrúar.

Stjórn og samninganefnd FHSS hvetur félagsfólk til að kynna sér samkomulagið og mæta á kynningarfundi. Einnig viljum við benda á ítarefni á heimasíðunni stett.is

Með góðum kveðjum,
Ragnheiður Bóasdóttir formaður

Scroll to top